Nudd – Nálastungur – Jákvæð sálfræði

14.500 kr.

Flokkur:

Nudd mýkir upp vöðva, og teygir um leið á þeim svæðum sem unnið er með.  Á síðustu árum hefur verið bent á að áhrifin geta virkað jákvætt á ónæmiskerfið og þar með unnið gegn ýmsum kvillum. Nudd getur haft áhrif á blóð- og sogæðakerfið, aukið hormónaframleiðsluna og örvað losun úrgangsefna. Nudd getur stytt endurheimtina eftir æfingar og álag hvers konar, og minnkað stress og verki í vöðvum. Reglulegt nudd losar um spennu, þreytu og verki í líkamanum.

 

Nálastungur eru aldagömul kínversk aðferð. Kínversk læknavísindi líta á líkamann sem eina heild sem saman stendur af ólíkum líffærum og orkubrautum sem tengja líffærin saman. Í þessu orkuflæðiskerfi er orkan kölluð ,,qi” og á að streyma frjálst og í jafnvægi. Það eru mismunandi hlutir sem geta komið ójafnvægi á orkuna s.s. lítil hvíld/hreyfing, hiti/kuldi, rangt fæði, óuppgerðar tilfinningar eins og eftir t.d.áfall. Nálastungur hjálpa til við að fá orkuna til að fljóta aftur óhindrað um orkubrautirnar þannig að líkaminn starfi rétt. Nálastungur geta haft jákvæð áhrif á heilunarferli líkamans, bætt flæðið í blóðrásakerfinu, tíðarhringinn,haft áhrif á þarmanna, þvagblöðruna, höfuðverk, breytingaskeiðið og vöðvakrampa, svo eitthvað sé nefnt.

 

Jákvæð sálfræði er fræðileg nálgun á því hvernig eigi að lifa eftirsóknarverðu lífi. Ekki er um undirgrein sálfræðinnar að ræða, heldur vísindalega nálgun sem einblínir á að rannsaka mannlega styrkleika og dyggðir. Jákvæð sálfræði skoðar manneskjuna með það fyrir augum að finna út hvað hún er að gera rétt í lífinu, hvað reynist henni vel og hvað hún gæti gert ennþá betur. Skilgreining Jákvæðrar sálfræði er einnig sú að þrátt fyrir erfiðleika geti meirihluti fólks haft tilgang með lífinu og lifað því með reisn.

Tíminn er 60 mín.

(Viðtakandi mun fá bréfið/kortið sent á valdri dagsetningu)

Stafir: (0/300)

Tölvupóstur til viðtakanda
Gjafabréfið er sent til viðtakanda sem PDF skjal í tölvupósti, á þeirri dagsetningu sem þú valdir að ofan.
Þú prentar og gefur til viðtakanda
Þegar þú ert búinn að ganga frá greiðslu, er gjafabréfið sent til þín sem PDF skjal í tölvupósti og þá getur þú prentað út gjafabréfið.
Viltu sækja gjafabréfið til mín?
Hægt að sækja gjafabréfið hjá mér.


Forskoða