ljós og kærleikur

Heilsuráðgjöf
Heildrænar meðferðir.

Bóka tíma

Hleð inn ...
Forsíða

Yoga Nidra 2 mín. hugleiðsla til þín frá mér

Posted by Ragnhildur Sigurðardóttir on Thursday, October 31, 2019

Sólarupprás fyrir Sterkar Konur

Taktu þátt og upplifðu!!!

Stundum er það þannig að þú setur allt of mikla pressu á þig, vinnur of mikið, finnur verki í likamanum,  og lætur þig svo jafnvel mæta afgangi.

Kannski spyrð þú þig. “Af hverju er ég alltaf svona þreytt?»

Fyrir hverja er námskeiðið ?

Fyrir þá sem vilja:

 • Auka orku sína og ná utan um hlutina
 • Læra að finna innri frið og slökun
 • Ná jafnvægi á líkama og sál
 • Tengjast sínum innri styrk og mikilvægast er að þú finnur hvað þú ert sterkari.

Þú munt læra æfingar og aðferðir til að ná þessu fram  – og sjá sólina koma upp !

Sjáðu fyrir þér spennandi og skemmtilega daga fyrir jól.
Notum skammdegið í eitthvað uppbyggilegt.

Ljós og kærleikur

Ragnhildur Sigurðardóttir Gagga  Cand Mag í íþróttafræðum, Jákvæð Sálfræði, Yogakennari, slökunarsérfræðingur og vinn við heilun.

Hæ ég er Gagga

hér fyrir þig

HEILUN

er það kallað þegar orkan er tekin markvisst niður í gegnum líkamann og síðan send yfir til einstaklings lesa meira

NUDD

mýkir upp vöðva, og teygir um leið á þeim svæðum sem unnið er með  lesa meira

HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ

er fyrir þig sem vilt vinna með sjálfan  þig og eigin hugsanir og leysa ákveðin verkefni á þann hátt. lesa meira

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI

er fræðileg nálgun á því hvernig eigi að lifa eftirsóknarverðu lífi   lesa meira

Forsíða
META/MEDICINE

hjálpar okkur að vinna á ómeðvituðum viðbrögðum við ytra og innra áreiti eftir eldri áföll og reynslu. lesa meira

NLP

hjálpar okkur að finna út hvað við í raun viljum og hjálpar okkur að stýra huga okkar þangað meðvitað.   lesa meira

NÁLASTUNGUR

eru aldagömul kínversk aðferð. Kínversk læknavísindi líta á líkamann sem eina heild  lesa meira

YOGA NIDRA

Yoga Nidra getur bætt og aukið svefninn hjá þér.Reynsla margra lesa meira

Skráðu þig ókeypis í hópinn minn á facebook. Þar mun ég deila ókeypis upplýsingum og fróðlegu efni.

(Skrá mig og ég fæ link sendan á Facebooksíðuna.)

Forsíða

meðmæli

 • Ég fer reglulega í nudd og nálastungur til Ragnhildar og hef gert í hálft ár. Strax eftir fyrsta tímann fann ég mikinn mun á mér. Orkuflæðið varð betra og það var eins og allur líkaminn væri í betra jafnvægi. Að fara reglulega til Ragnhildar er jafn sjálfsagt og að fara reglulega með bílinn í smurningu - maður þarf einfaldlega á því að halda til að fúnkera almennilega. Ég mæli heilshugar með Ragnhildi fyrir alla þá sem vilja líða sem allra best.

  Jóhanna S. Hannesdóttir
 • Nálastungurnar þínar hafa hjálpað mér mjög mikið ásamt því að fá hreinsað í kring um mig og orkujafnað. Maður fer einfaldlega betri á sál og líkama út í daginn eftir tíma hjá þér. Þú hefur svo mikið að gefa til manns og ert hafsjór af góðum ráðum. Það er svo auðvitað undir manni sjálfum komið að nýta þau góðu ráð Ljós er fyrsta orðið sem kemur í huga minn þegar ég hugsa til þín

  Sædís Iva Elíasdóttir
 • Ég var búin að vera að glíma við verki og eymsli undir vinstra herðablaði  í rúmt ár. Eftir þrjú skipti hjá Ragnhildi fann ég mikinn mun og hún heldur mér alveg góðri en ég er hjá henni einu sinni í mánuði Mæli hiklaust með því að þið prófið að fara til hennar og er viss um að þið verðið ánægð

  Hildisif Björgvinsdóttir
 • Ég hef í nokkur ár farið til Göggu og það hefur verið nærandi bæði fyrir líkama og sál. Maður finnur fyrir mikilli og jákvæðri orku sem streymir í gegnum hana og hún miðlar til manns bæði visku og kærleik. Hún hefur kennt manni á sjálfan sig og með því hjálpað manni að takast á við erfiðleika sem upp koma í lífinu. Tímar hjá henni hafa því sumir verið mögnuð upplifun og lærdómur á samspil líkama og sálar og kennt manni að nýta það á jákvæðan hátt.

  Ingimundur Sigurmundsson
 • ,, Tók þátt í fyrsta netnámskeiðinu hjá Göggu, ég var í fyrstu efins um hvernig það mundi skila sér í gegnum netið, en langaði að prófa.  Það var alveg magnað hvað nærvera og hlýja Göggu skilaði sér og ég mæli hiklaust með slíku námskeiði. "

  Sólveig Ragnarsdóttir
 • ,, Þetta netnámskeið og Yoga Nidra er alveg ótrúlega öflugt, fór langt fram úr þeim væntingum sem ég hafði.  Yoga Nidra er eitthvað sem ekki er hægt að lýsa nema að prófa það sjálfur.  Ef ég hefði fengið lýsinguna áður, hefði ég ekki trúað henni.  Þvílík jákvæð breyting á líðan, svefni  og orku.  Mæli alveg hiklaust með þessu námskeiði, eitthvað sem enginn sem vill fá betra líf, hefur efni á að láta framhjá sér fara."

  Siggi
 • ,,Við hjónin tókum þátt ì netnámskeiði hjá Ragnhildi. Líkaminn hugurinn og andleg heilsa. Okkur fannst námskeiðið mjög fræðandi og skemmtilegt. Þegar líða tók á námskeiðið og eftir að því lauk, höfum við fundið fyrir breytingum sérstaklega á andlegri líðan til hins betra. Við finnum meiri gleði, ánægju og léttleika. Við mælum eindregið með þessu námskeiði, Ragnhildur er mikil fagmanneskja og góð í því sem að hún er að gera."

  Snorri Steindórsson og Ingibjörg Þóra Ingólfsdóttir

jafnvægi í líkama og sál

Er með einka- og hóptíma.  Fyrirlestra, heilsuráðgjöf, heildrænarmeðferðir.

Hafðu samband

Ég er ekki við núna, en sendu mér skilaboð og ég hef samband

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0