Um mig

Jákvæðar
Hugsanir
Breyta
Deginum

Ragnhildur og kölluð Gagga. Fæddist í Reykjavík, bjó 2 ár á Núpi Dýrafirði, ólst upp i Leirárskóla, seinna Heiðarskóli, í Leirá og Melasveit í Borgarfirði. Bjó í Noregi í 11 ár og bý nú á Selfossi. Ég á fjögur yndisleg börn sem hafa kennt mér ótrúlega mikið. Ég hef starfað sem meðhöndlari og kennari frá 23 ára aldri. Í dag rek ég eigið fyrirtæki með manninum mínum, Jóndi og Gagga slf. Þar býð ég upp á  námskeið ýmis konar, einkatíma, námskeið og fyrirlestra. Má segja að mín vegferð hafi byrjað þegar ég var 14 ára og kenndi íþróttir í  íþróttaskólanum í Heiðarskóla, æfði borðtennis og varð 10 sinnum íslandsmeistari sem spannaði nokkur ár. 17ára var ég farin að kenna Jane Fonda leikfimi í litlu herbergi  á súkrahúsi, 18 ára gömul eignaðist ég mitt fyrsta barn. Þá spurði ég mig „hvað get ég gert til þess að ég og fólkið í kringum mig hafi það betra“? Í framhaldinu stundaði ég nuddnám á Íslandi og í Noregi. Ég  hef stundað hugleiðslu frá 20 ára aldri, nám við Íþróttaháskóla Íslands, Íþróttaháskólann í Osló, kenndi barnaleikfimi í Noregi sem varð mjög vinsælt því svona barnaleikfimi þekktist ekki þar. Það er stór stund að sjá  börn taka stórstígum framförum í líkamlegri færni eins og t.d. jafnvægi eftir einn vetur í barnaleikfimi.

Austurlenskar nálastungur stundaði ég við Scandinavian college of Akupuncture – Copenhagen, auk styttri og lengri námskeiða tengd heilsu. Yogakennarann tók ég hjá Guðjóni Bergmann,Yoga Nidra Amrit Method, Jákvæða Sálfræði nam ég við HÍ og ég hef mjög mikinn áhuga á tilfinningum, líkama og sál þar sem líkaminn er en heild. Ég hef æft íþróttir allt mitt líf þ.á.m. keppnisíþróttir; borðtennis, frjálsar,handbolta,fótbolta. Ég hef mjög gaman að setja mér lítil og stór markmið, áætlanir eða áskoranir s.s  eins og þegar ég ákvað að ná ömmu minni og fór að safna hári niður að mitti, já það tókst. Elska dýr og má ekki vita af hvolpum þá geri ég mér ferð til að vera nálagt þeim í smá stund. Hundurinn er besti vinur mannsins. Að taka þátt með dags fyrirvara og að fara út í Helgufoss við Mosfellsbæ með 70 manns var ótrúleg upplifun.

Þetta hefur verið mín upplifun, þróun og  reynsla í mörg ár sem ég miðla áfram til að  hjálpa öðrum við að styrkja líkama sinn, sál og tilfinningar, losa um spennu í líkamanum  og stuðla að bættri heilsu. Bæta líkamsvitund og tengingu milli líkama og hugar. Koma með hugmyndir úr reynslubankanum er líka ótrúlega mikilvægt. Gera hlutina einfalda, það sem virkar virkar.

Þú hefur meiri styrk en þú heldur. Haltu áfram.

Ef þú hefur áhuga á að heyra hvað ég get gert fyrir þig hikaðu þá ekki við að hafa samband.

 

Takk fyrir að hafa heimsótt  síðuna mína.

Ljós og kærleikur Ragnhildur

Menntun
-Cand mac í íþróttafræðum
-Yoga , Yoga Nidra, Yoga therapy, Yin yoga.
-Faciuteyjur og unnið með orkubrautir í líkamanum.
-Heilsunuddari:
m.a. Bandvefslosun, djúpvefjanudd, þrýstipunktanudd, sogæðanudd, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.
-Heilun
-Nálastungur
-Jákvæð Sálfræði, diplómanám
-HAM hugræn atferlismeðferð, diplómanám
-NLP couch

Um félagið

Hafðu samband

Ég er ekki við núna, en sendu mér skilaboð og ég hef samband

0