Að koma auga á  styrkleika sína

skapar meiri vellíðan og

einfaldari daga.

Meðferðir

Meðferðin.                                                      

Fyrsti tíminn tekur 60-120mín og endurkoma 55-60 mín.

Í fyrsta tíma er leitast við að finna út og skilgreina eðli þess sem veldur tilteknu ástandi auk  innsýnar í lífsstíl, mataræði, tilfinningar, hreyfingu, umhverfi og öllu því helst er viðkemur núverandi heilsufari.   Líkami og sál hafa áhrif á hvort annað og  gefa okkur merki ef allt er ekki eins og það á að vera, sem við tökum oft ekki eftir. Þetta geta verið skilaboð eins og  í gegnum verki, þreytu, hausverk, svefnleysi  svo eitthvað sé nefnt. Þegar svo er komið þurfum við oft á aðstoð til að koma auga á  þessa þætti.

Ég nota ólíkar aðferðir allt eftir markmiðinu með tímanum. Sameiginlegt með aðferðunum er að losa um spennu í líkamanum, bæta heilsu, bæta líkamsvitund og vinna með tilfinningar, oft t.d.tengt streitu, kvíða og depurð.

Breytt hugsun leiðir til breytinga á lífsstíl og þannig líður okkur betur.

Meðferðir

Heilun

Er það kallað þegar orkan er tekin markvisst niður í gegnum líkamann og síðan send yfir til einstaklings, sem þarf á henni að halda.

Heilun getur myndast þegar við hugsum fallega til einhvers eða biðjum fyrir einhverjum. Máttur hugans er mjög kröftugur.

Ein áhrif heilunar er að róa niður líkamann og stuðla að jafnvægi milli líkama og sálar.

Ég nota hendurnar og hugann til að miðla þessari heilunarorku.

Meðferðir

Nudd

Mýkir upp vöðva, og teygir um leið á þeim svæðum sem unnið er með.

Á síðustu árum hefur verið bent á að áhrifin geta virkað jákvætt á ónæmiskerfið og þar með unnið gegn ýmsum kvillum.

Nudd hefur áhrif á blóð- og sogæðakerfið, getur aukið  hormónaframleiðsluna og örvað losun úrgangsefna.

Nudd getur stytt endurheimtina eftir æfingar og álag hvers konar, og minnkað stress og verki í vöðvum.

Reglulegt nudd losar um spennu, þreytu og verki í líkamanum.

Meðferðir

Hugræn atferlismeðferð

Er fyrir þig sem villt vinna með sjálfan þig og eigin hugsanir og leysa ákveðin verkefni á þann hátt.

Þetta eru markvissar aðferðir til þess að takast á við aðstæður og samskipti til þess að ná betra jafnvægi á heilbrigðum lífstíl.

Meðferðir

Jákvæð Sálfræði

Er fræðileg nálgun á því hvernig eigi að lifa eftirsóknarverðu lífi. Ekki er um undirgrein sálfræðinnar að ræða, heldur vísindalega nálgun sem einblínir á að rannsaka mannlega styrkleika og dyggðir.

Jákvæð sálfræði skoðar manneskjuna með það fyrir augum að finna út hvað hún er að gera rétt í lífinu, hvað reynist henni vel og hvað hún gæti gert ennþá betur.

Skilgreining Jákvæðrar sálfræði er einnig sú að þrátt fyrir erfiðleika geti meirihluti fólks haft tilgang með lífinu og lifað því með reisn.

Meðferðir

Meta/medicine

Meta/medicine hjálpar okkur að vinna á ómeðvituðum viðbrögðum við ytra og innra áreiti eftir eldri áföll og reynslu.

Við geymum alls konar áföll í líkamanum, bæði líkamleg og andleg, sem við erum oft ekki búin að vinna úr. Meta medicine er aðferð sem hjálpar okkur að nálgast og átta okkur á eldri áföllum og reynslu.

Um leið auðveldar þessi aðferð okkur að skilja viðbrögð okkar og getum við þá meðvitað unnið úr og dregið úr neikvæðum viðbrögðum gagnvart eldri áföllum og reynslu þegar þau birtast okkur.

Meðferðir

NLP

NLP hjálpar okkur að finna út hvað við í raun viljum og hjálpar okkur að stýra huga okkar þangað meðvitað.

Að gera það ómeðvitaða meðvitað og hvernig við sendum þessi áfrif frá okkur á ný út á við.

Í tímunum er hægt að fara inn á „tímalínu „ hjá fólki sem getur nýst sérlega vel sem áhrifaríkt verkfæri þegar kemur að því að breyta gömlu hugsanamynstri, leysa upp gamla áverka eða hindranir og einnig skapa það líf, sem þú óskar þér.

Skapa og marka nýja framtíðarstefnu.

Meðferðir

Nálastungur

Eru aldagömul kínversk aðferð. Kínversk læknavísindi líta á líkamann sem eina heild, sem saman stendur af ólíkum líffærum og orkubrautum, sem tengja líffærin saman. Í þessu orkuflæðiskerfi er orkan kölluð ,,qi” og á að streyma frjálst og í jafnvægi.

Það eru mismunandi hlutir sem geta komið ójafnvægi á orkuna s.s. lítil hvíld/hreyfing, hiti/kuldi, rangt fæði, óuppgerðar tilfinningar eins og eftir t.d.áfall. Nálastungur hjálpa til við að fá orkuna til að fljóta aftur óhindrað um orkubrautirnar þannig að líkaminn starfi rétt.

Nálastungur geta haft jákvæð áhrif á heilunarferli líkamans, bætt flæðið í blóðrásakerfinu, tíðarhringinn,haft áhrif á þarmanna, þvagblöðruna, höfuðverk, breytingaskeiðið og vöðvakrampa, svo eitthvað sé nefnt.

Meðferðir

Yoga Nidra

Yoga Nidra getur bætt og aukið svefninn hjá þér.Reynsla margra þeirra sem stunda reglulega Yoga Nidra hugleiðslu er að slík 45 mínútna djúpslökun  jafnist á við 3ja tíma svefn.

Í vakandi ástandi (Beta stig) er fullt af taugaboðum í gangi í heilanum.

Við slökun niður á næsta stig (alpha stig) fækkar þessum taugaboðum og heilinn róast og fær tækifæri til að endurnærast, eins og ósjálfráða taugakerfið. Fólk sem nær þessu stigi er, samkvæmt rannsóknum , í minni hættu á að fá ýmis konar kvíðaraskanir.

Næsta stig er draumsvefninn/REM svefninn  (theta stigið) með eingöngu 4-8 hugsanir pr/sekúndu.

Á eftir REM svefnstiginu er delta stigið svokallaða þar sem hugsunum fækkar niður í 1 – 3,9 hugsanir á sekúndu. Þetta stig er það stig sem líkaminn endurnærist mest og best á og m.a. hreinsast stresshormónið cortisol úr líkamanum á þessu slökunarstigi.

Þunglynt fólk nær að komast niður á alpha stigið en ná mjög sjaldan þessari djúpslökun sem fæst á theta og delta stiginu.

Í yoga nidra er einnig hægt að fara enn neðar í slökun, þ.e. niður fyrir delta stigið. Þá erum við komin á það stig að engar hugsanir fara um heilann. Þetta stig næst ekki undir hefðbundnum svefni heldur þarf að leiða fólk þangað í gegnum hugleiðslu. Ekki allir ná þessu stigi slökunar og endurnæringar þrátt fyrir reglulegar yoga nidra æfingar. Þá sem komast á þetta svokallaða 4.stig undirmeðvitundarinnar þarf að leiða til baka úr hugleiðslunni.

Að vera úthvíldur breytir lífi fólks til hins betra. Rannsóknir á áhrifum hugleiðslu hafa sýnt fram á að hugleiðsla, og þar með yoga nidra, dregur úr kvíða, þunglyndi og ýmis konar sálfræðilegum vandamálum í tengslum við tíðahringinn. Yoga nidra getur einnig bætt samskipti innan fjölskyldunnar, vina og vinnufélaga. Einnig getur yoga nidra stuðlað að lækkun á blóðþrýstingi og kólesteróli. Yoga nidra hefur áhrif á svo margt, listinn er langur af jákvæðum atriðum í tengslum við ástundun yoga nidra.

Yoga nidra auðveldar fólki að sofna og einnig að sofna aftur ef fólk vaknar á nóttunni.

Yoga nidra = Meiri svefn + betri heilsa.

Yoga

Byggir upp styrk, orku og örvar innkirtlakerfið, bætir samskipti milli hugans, hreyfingarinnar og hollustunnar. Farið er inn á við og í nálgun við sjálfan sig. Æfingarnar hafa bein áhrif á bæði líkamlega getu og andlega líðan. Tímarnir eru kenndir út frá Hatha yoga. HA þýðir sól og THA þýðir máni.

Unnið er með jógastöður (asana), öndun (pranayama) og slökun. Jafnvægi styrkist í innkirtlakerfinu, taugakerfinu, vöðvum og stoðkerfi, ónæmiskerfi og blóðrás.

Grunnlíkamsstöðurnar í hatha jóga eru 84 en til eru mismunandi útfærslur sem gerir Hatha jóga fjölbreytt og styrkleikastig mjög misjafnt. Farið er vel yfir yogastöðurnar svo hver og einn fari rétt inn í sína stöðu.

Unnið er með öndunina, sem hjálpar okkur að vera í augnablikinu, í meðvitund, í jafnvægi, að skynja tilfinninguna og róar hugann.

Meðferðir

Fyrirspurn um fyrirlestur og örnámskeið

Fyrirlestrar og örnámskeið

Að halda fyrirlestra og örnámskeið um líkamann, hugann og andlegu heilsuna er eitt af því sem ég brenn fyrir. Ástríða mín liggur í heildrænni nálgun, að vinna með líkamann í heildi sinni.

Fyrirlestrar og örnámskeið eru líka mjög góð áskorun og skemmtilegt. Ég einbeiti mér vel að því sem viðkomandi vill og bæti svo aðeins við. Fyrirlestrarnir og örnáskeiðin eru kröftug og þátttakendum er haldið við efnið. Ég legg mikla áherslu á að ná tengingu við hlustendur og að fá sem flesta með. Oft er notað blað og penni, sem hver og einn hefur fyrir sig, hugleiðslur í ýmsu formi og þáttakendur geta líka hugleitt þegar heim er komið. Alltaf gott að hafa smá minnisblað til að rifja upp hvað var farið í.

Það er mjög góð tilfinning að standa upp á sviði og hafa góð áhrif og ennþá betra þegar þátttakendur taka fróðleik, æfingarnar og upplifunina  með sér heim og geta um leið notað það til að bæta sina líðan strax.

Ég er mjög þakklát fyrir þá vinnustaði, félagasamtök og hópa, bæði stóra og smáa, sem ég hef fengið að miðla minni þekkingu til og hjálpað til að gera lífið margbreytilegra.

Dæmi um hópa:

Árborg barnaskóli og leikskólar á svæðinu.

Barnaskóli Þorlákshafnar.

Krabbameinsfélag Árborgar.

Barnaskólinn Borg í Grímsnesi.

Vinahópar.

Kvenfélög.

Félög ýmis konar

Ráðstefnur ýmisskonar.

 

Fyrirspurn,bókanir eða eitt gott símtal, sem kemst nær góðum fyrirlestri.

 

Ljós og kærleikur

Ragnhildur Gagga

Hafðu samband

Ég er ekki við núna, en sendu mér skilaboð og ég hef samband

0