YOGA NIDRA NÁMSKEIÐ 3. APRÍL Á SELFOSSI

Hópur 1 byrjar kl 17:15 – 18:30

Hópur 2 byrjar kl 18:45 – 20:00

Yoga Nidra getur bætt og aukið svefninn hjá þér
Reynsla margra þeirra sem stunda reglulega Yoga Nidra hugleiðslu er að slík 35 – 45 mínútna djúpslökun jafnist á við 3ja tíma svefn

YOGA NIDRA NÁMSKEIÐ 3. APRÍL  Á SELFOSSI

Yoga Nidra fyrir þig:

Sem vilt losna við streitu og kvíða.

Fá betri svefn (fá dýpri svefn og vera lengur í djúpa svefninum).

Koma líkamanum í jafnvægi, endurnæra og setja á stað heilunarástand.

Róa hugann.

Byggja upp líkama og sál.

Ná sér eftir slys og veikindi.

Ná djúpri slökun.

Gott gegn kulnun og mikilli þreytu.

 

Námskeiðið byrjar 3. apríl

1.hópur kl 17:15 – 18:30

2.hópur kl 18:45 – 20:00

Samtals 7 vikur

Set þig inn á lokaðan Facebook hóp.  (linkur kemur í staðfestingapósti).

 

Námskeiðið kostar kr. 23,000

Dagarnir eru:

Apríl 3., 10., 17., 24.

Maí 8., 15., 22

 

Þú skráir þig hér og er um leið boðið inn á lokaða Facebooksíðu fyrir þetta Yoga Nidra námskeið.

Hlakka til að sjá þig.

Ljós og kærleikur

Ragnhildur Gagga

Hleð inn ...

Hér er stutt lýsing á því  hvernig Yoga Nidra tíminn er uppbyggður:

 

Yoga nidra er forn yogaástundun og mætti kalla hana liggjandi hugleiðslu sem virkjar heilunarmátt líkamans og hjálpar til við að losa djúpstæð tilfinningaferli áreynslulaust, oft nefnd svefnhugleiðsla. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun á milli svefns og vöku, þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur og iðkandinn kemur endurnærður til baka. Það er sagt að 40 mínútur af Yoga Nidra sé álíka endurnærandi fyrir líkamann í heild sinni eins og þriggja tíma svefn.
Þessi aðferð losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímans. Orðið nidra þýðir svefn og yoga nidra er yogískur svefn þar sem líkaminn hvílist á meðan undirmeðvitundin er leidd í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir. Þessi djúpa slökun hjálpar til við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur orku í daglegu lífi. Til að þetta takist verðum við að sleppa tökum á hugsunum okkar en hugsanirnar hverfa áreynslulaust þegar við erum við það að sofna. Svefnleysi orsakast oft einmitt vegna þess að við getum ekki slökkt á hugsunum okkar. Oft tökum jafnvel ekki eftir allri streitunni sem er í kringum okkur fyrr en hún er farin að valda vandamálum og er Yoga Nidra ein af mörgum aðferðum til að vakna til vitundar.

Í þessum 60- 75 mínútna tímum byrjum við á mjúkum teygjum, hreyfingum og mýkjum líkamann upp áður en lagst er niður í þægilega stöðu með teppi og púða fyrir Yoga Nidra endurnærandi fyrir líkama og sál.

Nánari upplýsingar er að finna á netsíðunni minni www.thesunflower og smella á meðferðir og skrolla niður og finna Yoga Nidra.

Þú getur líka sent mér sms eða hringt í símann minn.

Ljós og kærleikur

Ragnhildur Gagga

Sími 6932197

YOGA NIDRA NÁMSKEIÐ 3. APRÍL  Á SELFOSSI
0