
Gaman að hafa þig hér – velkomin
Ég er mjög spennt að sýna þér hvað ég get boðið þér upp á, með áherslu á að endurheimta heilsuna og ná betra jafnvægi í daglegu lífi. Umfram allt að finna þína leið sem skapar meiri lífsgleði og ljóma. Já, finna þína ástríðu og um leið hjálpa þér að tengja saman hugann, líkamann og andlega heilsu.
Góðu fréttirnar eru þær að það er allt hægt. Lykilinn að því að breyta til er oft það sem heldur aftur af þér eða þá að þú hreinlega sérð ekki leiðina.
Ég býð upp á einstaklingsráðgjöf og hópatíma með heildrænni nálgun, sem felur í sér að líta á einstaklinginn sem eina heild; huga, líkama og andlegu heilsuna.
.

Innsæið og þú
Ég nota þekkinguna mína til að hjálpa þér við innsæið þitt.
Að fylgja innsæinu og efla það er meiriháttar tilfinning, og fara eftir þeim skilaboðum sem koma til okkar.
Að fylgja innsæinu getur verið leiðin að léttara lífi. Þú upplifir lífsgleði og ert tengdari áttavitanum þínum og ert í þínu flæði. Þegar þú ert í þínu flæði þá ertu sterkust og með mikinn kraft.
Ákvarðanatökur og Lífsstíllinn þinn verða meira þú og þú í tengingu við hugann, líkamann og andlegu heilsuna þína.
Oft er þetta líka kölluð “ magatilfinningin”, „ já ég fann þetta á mér“ eða það kemur ákveðin tilfinning t.d. gleði þegar við finnum að eitthvað er rétt.
Auka og styrkja innsæið = Hlusta á innsæið, skynjun hjartans.
Innsæið er mannlegt eðli og allir hafa hæfileika til innsæis frá náttúrunnar hendi.
Vera gæddur næmni – innsæi.
Þegar þú tengist innsæinu koma fram ákveðnar tilfinningar sem eru bara þínar. Þegar þú ferð eftir innsæinu þínu þá skapar það öryggi, frelsi, lífsgleði, tengingu við æðra sjálfið og þú ert meira þú.
Tengdu meira hugann , líkamann og andlegu heilsuna saman og þú ert ein heild.
Aukum innsæið með samvinnu.
Langar þig að upplifa þá mögnuðu vellíðan,sem fylgir því að hlúa að huganum, líkamanum og sálinni ?
Smelltu hér á þá mynd sem passar þér .
Gjöf til þín frá mér.
Njóttu