Gaman að hafa þig hér – velkomin

Ég er mjög spennt að sýna þér hvað ég get boðið þér upp á, með áherslu á að endurheimta heilsuna og ná betra jafnvægi í daglegu lífi. Umfram allt að finna þína leið sem skapar meiri lífsgleði og ljóma. Já, finna þína ástríðu og um leið hjálpa þér að tengja saman hugann, líkamann og andlega heilsu.

Góðu fréttirnar eru þær að það er allt hægt. Lykilinn að því að breyta til er oft það sem heldur aftur af þér eða þá að þú hreinlega sérð ekki leiðina.

Ég býð upp á einstaklingsráðgjöf og hópatíma með heildrænni nálgun, sem felur í sér að líta á einstaklinginn sem eina heild;  huga, líkama og andlegu heilsuna.

.

Innsæið og þú

Ég nota þekkinguna mína til að hjálpa þér við innsæið þitt.

Að fylgja innsæinu og efla það er meiriháttar tilfinning, og fara eftir þeim skilaboðum sem koma til okkar.

Að fylgja innsæinu getur verið leiðin að léttara lífi. Þú upplifir lífsgleði og ert tengdari áttavitanum þínum og ert í þínu flæði. Þegar þú ert í þínu flæði þá ertu sterkust og með mikinn kraft.

Ákvarðanatökur og Lífsstíllinn þinn verða meira þú og þú í tengingu við hugann, líkamann og andlegu heilsuna þína.

Oft er þetta líka  kölluð “ magatilfinningin”, „ já ég fann þetta á mér“ eða það kemur ákveðin tilfinning t.d. gleði þegar við finnum að eitthvað er rétt.

Auka og styrkja innsæið = Hlusta á innsæið, skynjun hjartans.

Innsæið er mannlegt eðli og allir hafa hæfileika til innsæis frá náttúrunnar hendi.

Vera gæddur næmni – innsæi.

Þegar þú tengist innsæinu koma fram ákveðnar tilfinningar sem eru bara þínar. Þegar þú ferð eftir innsæinu þínu þá skapar það öryggi, frelsi, lífsgleði, tengingu við æðra sjálfið og þú ert meira þú.

Tengdu meira hugann , líkamann og andlegu heilsuna saman og þú ert ein heild.

Aukum innsæið með samvinnu.

 

Langar þig að upplifa þá mögnuðu vellíðan,sem fylgir því að hlúa að huganum, líkamanum og sálinni ?

Smelltu hér á þá mynd sem passar þér .

Gjöf til þín frá mér.

Njóttu

Heilsuhver

Litlu hlutirnir skipta máli.
Ímyndaðu þér meiri  gleði, kraft og yfirsýn.

Topp 10 atriðin

Skemmtileg áskorun,  innblástur, og gleði.

Yoga Nidra djúp hugleiðsla úti í náttúrunni

Þú endurnærir líkamann og ímyndaðu þér hversu dásamlegt það er að gleyma stund og stað og vera í þínu flæði.

Meðmæli

Ég skráði mig á námskeiðið því að ég veit að
Gagga er frábær kennari og heilari og mig vantaði innri ró, sem ég lærði
að finna á námskeiðinu.
Það sem kom á óvart var hversu fljótt maður lærir á eigin líkama, hugarástand og vellíðan. Maður
stjórnar þessu alveg sjálfur með jákvæðum hugsunum.
Það sem ég fékk út úr námskeiðinu var aukið andlegt
jafnvægi og líkamlega vellíðan.
Þið ættuð að skrá ykkur á þetta frábæra námskeið ef þið
hafið áhuga á að hjálpa ykkur sjálf að líða betur, andlega og líkamlega,
vera í nánari samskiptum við eigin hugsanir og stuðla að aukinni sjálfs
væntumþykju.

Íris

"Game-changer" hjá Ragnhildi er kjörið fyrir þá sem vilja læra af einni
mögnuðustu manneskju sem ég hef kynnst. Ragnhildur hefur einstaka
reynslu og þekkingu sem hún getur miðlað frá sér á heilandi hátt þannig
að ósjálfrátt verður breyting innra með manni sem færir mann nær
kjarnanum í sér. Það er magnað að finna hvað orkan hið innra er öflug og
það að geta stýrt henni og aukið hana er eitthvað sem allir ættu að
kunna að gera fyrir sjálfa sig í dagsins önn.

Guðrún Svala

Ég var búin að vera að glíma við verki og eymsli undir vinstra
herðablaði  í rúmt ár.
Eftir þrjú skipti hjá Ragnhildi fann ég mikinn mun og hún heldur mér
alveg góðri en ég er hjá henni einu sinni í mánuði
Mæli hiklaust með því að þið prófið að fara til hennar og er viss um að
þið verðið ánægð

Hildisif Björgvinsdóttir

Ég hef í nokkur ár farið til Göggu og það hefur verið nærandi bæði
fyrir líkama og sál. Maður finnur fyrir mikilli og jákvæðri orku sem
streymir í gegnum hana og hún miðlar til manns bæði visku og kærleik.
Hún hefur kennt manni á sjálfan sig og með því hjálpað manni að takast á
við erfiðleika sem upp koma í lífinu. Tímar hjá henni hafa því sumir
verið mögnuð upplifun og lærdómur á samspil líkama og sálar og kennt
manni að nýta það á jákvæðan hátt.

Ingimundur Sigurmundasson

Nálastungurnar þínar hafa hjálpað mér mjög mikið ásamt því að fá
hreinsað í kring um mig og orkujafnað. Maður fer einfaldlega betri á sál
og líkama út í daginn eftir tíma hjá þér.
Þú hefur svo mikið að gefa til manns og ert hafsjór af góðum ráðum. Það
er svo auðvitað undir manni sjálfum komið að nýta þau góðu ráð
Ljós er fyrsta orðið sem kemur í huga minn þegar ég hugsa til þín

Sædís Iva Elíasdóttir

Ég fer reglulega í nudd og nálastungur til Ragnhildar og hef gert í
hálft ár. Strax eftir fyrsta tímann fann ég mikinn mun á mér. Orkuflæðið
varð betra og það var eins og allur líkaminn væri í betra jafnvægi. Að
fara reglulega til Ragnhildar er jafn sjálfsagt og að fara reglulega með
bílinn í smurningu - maður þarf einfaldlega á því að halda til að
fúnkera almennilega. Ég mæli heilshugar með Ragnhildi fyrir alla þá sem
vilja líða sem allra best.

Jóhanna S Hannesardóttir

Yfirlit yfir það sem ég bíð uppá

sumar-sandur-3-1080x1080
Heilun
Er það kallað þegar orkan er tekin markvisst niður í gegnum líkamann og síðan send yfir til einstaklings, sem þarf á hen... Lesa meira
vetur-26-1080x1080
Nudd
Mýkir upp vöðva, og teygir um leið á þeim svæðum sem unnið er með. Á síðustu árum hefur verið bent á að áhrifin geta vir... Lesa meira
vetur-17-1080x1080
Hugræn atferlismeðferð
Er fyrir þig sem villt vinna með sjálfan þig og eigin hugsanir og leysa ákveðin verkefni á þann hátt. Þetta eru markviss... Lesa meira
vetur-10-1080x1080
Jákvæð Sálfræði
Er fræðileg nálgun á því hvernig eigi að lifa eftirsóknarverðu lífi. Ekki er um undirgrein sálfræðinnar að ræða, heldur ... Lesa meira
nattura-brun-ullarpeysa-1-1080x1080
Meta/medicine
Meta/medicine hjálpar okkur að vinna á ómeðvituðum viðbrögðum við ytra og innra áreiti eftir eldri áföll og reynslu. Við... Lesa meira
vetur-20-1080x1080
NLP
NLP er samtalsmeðferð sem hjálpar okkur að finna út hvað við í raun viljum og hjálpar okkur að stýra huga okkar þangað m... Lesa meira
vetur-6-1080x1080
Nálastungur
Eru aldagömul kínversk fræði. Kínversk læknavísindi líta á líkamann sem eina heild, sem saman stendur af ólíkum líffærum... Lesa meira
nattura-hvit-peysa-1-1080x1080
Yoga Nidra
Yoga Nidra, oft kallað hugleiðsluyoga,  getur bætt og aukið svefninn hjá þér.Reynsla margra þeirra sem stunda reglulega ... Lesa meira
9-a-yoga-2-719x719
Yoga
Byggir upp styrk, orku og örvar innkirtlakerfið, bætir samskipti milli hugans, hreyfingarinnar og hollustunnar. Farið er... Lesa meira
inni-fjolubla-peysa-5-1080x1080
Fyrirlestrar og örnámskeið
Að halda fyrirlestra og örnámskeið um líkamann, hugann og andlegu heilsuna er eitt af því sem ég brenn fyrir. Ástríða mí... Lesa meira
Inni fjólublá peysa 1-1080x1080
Yoga Therapy
Yogameðferð eru einstaklingstímar þar sem  beiting yogaiðkunar er notuð til að bæta líkamlega, andlega og tilfinningaleg... Lesa meira