Loading...
Heilun 90 mín.
Flokkur:

21.000 kr.18.000 kr.

Áhuginn á heilun og heilsu hefur fylgt mér lengi – í raun má segja að sá áhugi hafi sprottið af eigin reynslu, forvitni og þörf fyrir að skilja betur þá orku og  þær tilfinningar, sem móta líðan okkar.

Fyrir mér er heilun fyrst og fremst hlý og jarðtengd nærvera, þar sem snerting eða handayfirlagning er mild og mjúk.

Ég tek á móti fólki á þeirra eigin forsendum, hvort sem það vill draga úr streitu, slaka á, tengja við líkamsvitund eða einfaldlega fá rólega stund í öryggi og hlýju.

Heilun kemur jafnvægi á orkuflæði líkamans  og taugakerfisins. Það kallast öðru nafni að orkan sé tekin markvisst niður í gegnum líkamann og síðan send yfir til einstaklings, sem þarf á henni að halda.

Heilun getur myndast þegar við hugsum fallega til einhvers eða biðjum fyrir einhverjum. Máttur hugans er mjög kröftugur.

Ein áhrif heilunar er að róa niður líkamann og stuðla að jafnvægi milli líkama , hugar og sálar.

Ég nota hendurnar og hugann til að miðla þessari heilunarorku.

Einnig vinn ég í gegnum orkubrautirnar og heila þannig.

 Ég legg mikla áherslu á virðingu, trúnað og mannlega hlýju.

Það er mér sönn ánægja að fá að styðja fólk í að skapa meira rými fyrir vellíðan og bætta heilsu í sínu daglega lífi – skref fyrir skref, í rólegu og öruggu umhverfi.

Ef þú finnur að þú þarft slökun, hlýju eða einfaldlega friðsæla stund fyrir sjálfa (-n) þig, þá ertu hjartanlega velkomin(n) til mín.

Heilun er viðbót við vellíðan og sjálfsumhyggju, en kemur ekki í stað læknisfræðilegrar meðferðar.

Gift Card Value: 21.000 kr.

(Recipient will receive the gift card on selected date)

Characters: (0/300)

Tölvupóstur til viðtakanda
Gjafabréfið er sent til viðtakanda sem PDF skjal í tölvupósti, á þeirri dagsetningu sem þú valdir að ofan.
Þú prentar og gefur til viðtakanda
Þegar þú ert búinn að ganga frá greiðslu, er gjafabréfið sent til þín sem PDF skjal í tölvupósti og þá getur þú prentað út gjafabréfið.
Viltu sækja gjafabréfið til mín?
Hægt að sækja gjafabréfið hjá mér.


Preview

Loading...