Yoga Nidra getur bætt og aukið svefninn hjá þér.Reynsla margra þeirra sem stunda reglulega Yoga Nidra hugleiðslu er að slík 45 mínútna djúpslökun jafnist á við 3ja tíma svefn.
Í vakandi ástandi (Beta stig) er fullt af taugaboðum í gangi í heilanum.
Við slökun niður á næsta stig (alpha stig) fækkar þessum taugaboðum og heilinn róast og fær tækifæri til að endurnærast, eins og ósjálfráða taugakerfið. Fólk sem nær þessu stigi er, samkvæmt rannsóknum , í minni hættu á að fá ýmis konar kvíðaraskanir.
Næsta stig er draumsvefninn/REM svefninn (theta stigið) með eingöngu 4-8 hugsanir pr/sekúndu.
Á eftir REM svefnstiginu er delta stigið svokallaða þar sem hugsunum fækkar niður í 1 – 3,9 hugsanir á sekúndu. Þetta stig er það stig sem líkaminn endurnærist mest og best á og m.a. hreinsast stresshormónið cortisol úr líkamanum á þessu slökunarstigi.
Þunglynt fólk nær að komast niður á alpha stigið en ná mjög sjaldan þessari djúpslökun sem fæst á theta og delta stiginu.
Í yoga nidra er einnig hægt að fara enn neðar í slökun, þ.e. niður fyrir delta stigið. Þá erum við komin á það stig að engar hugsanir fara um heilann. Þetta stig næst ekki undir hefðbundnum svefni heldur þarf að leiða fólk þangað í gegnum hugleiðslu. Ekki allir ná þessu stigi slökunar og endurnæringar þrátt fyrir reglulegar yoga nidra æfingar. Þá sem komast á þetta svokallaða 4.stig undirmeðvitundarinnar þarf að leiða til baka úr hugleiðslunni.
Að vera úthvíldur breytir lífi fólks til hins betra. Rannsóknir á áhrifum hugleiðslu hafa sýnt fram á að hugleiðsla, og þar með yoga nidra, dregur úr kvíða, þunglyndi og ýmis konar sálfræðilegum vandamálum í tengslum við tíðahringinn. Yoga nidra getur einnig bætt samskipti innan fjölskyldunnar, vina og vinnufélaga. Einnig getur yoga nidra stuðlað að lækkun á blóðþrýstingi og kólesteróli. Yoga nidra hefur áhrif á svo margt, listinn er langur af jákvæðum atriðum í tengslum við ástundun yoga nidra.
Yoga nidra auðveldar fólki að sofna og einnig að sofna aftur ef fólk vaknar á nóttunni.
Yoga nidra = Meiri svefn + betri heilsa.