Mýkir upp vöðva, og teygir um leið á þeim svæðum sem unnið er með.
Á síðustu árum hefur verið bent á að áhrifin geta virkað jákvætt á ónæmiskerfið og þar með unnið gegn ýmsum kvillum.
Nudd hefur áhrif á blóð- og sogæðakerfið, getur aukið hormónaframleiðsluna og örvað losun úrgangsefna.
Nudd getur stytt endurheimtina eftir æfingar og álag hvers konar, og minnkað stress og verki í vöðvum.
Reglulegt nudd losar um spennu, þreytu og verki í líkamanum.