Eru aldagömul kínversk aðferð. Kínversk læknavísindi líta á líkamann sem eina heild, sem saman stendur af ólíkum líffærum og orkubrautum, sem tengja líffærin saman. Í þessu orkuflæðiskerfi er orkan kölluð ,,qi” og á að streyma frjálst og í jafnvægi.
Það eru mismunandi hlutir sem geta komið ójafnvægi á orkuna s.s. lítil hvíld/hreyfing, hiti/kuldi, rangt fæði, óuppgerðar tilfinningar eins og eftir t.d.áfall. Nálastungur hjálpa til við að fá orkuna til að fljóta aftur óhindrað um orkubrautirnar þannig að líkaminn starfi rétt.
Nálastungur geta haft jákvæð áhrif á heilunarferli líkamans, bætt flæðið í blóðrásakerfinu, tíðarhringinn,haft áhrif á þarmanna, þvagblöðruna, höfuðverk, breytingaskeiðið og vöðvakrampa, svo eitthvað sé nefnt.