Er fræðileg nálgun á því hvernig eigi að lifa eftirsóknarverðu lífi. Ekki er um undirgrein sálfræðinnar að ræða, heldur vísindalega nálgun sem einblínir á að rannsaka mannlega styrkleika og dyggðir.
Jákvæð sálfræði skoðar manneskjuna með það fyrir augum að finna út hvað hún er að gera rétt í lífinu, hvað reynist henni vel og hvað hún gæti gert ennþá betur.
Skilgreining Jákvæðrar sálfræði er einnig sú að þrátt fyrir erfiðleika geti meirihluti fólks haft tilgang með lífinu og lifað því með reisn.
Jákvæð sálfræði er ekki „pollýönnufræði“ eða til að hámarka gleði og ánægju. Aðferðir jákvæðrar sálfræði eru oft notaðar til að styrkja fólk í erfiðleikum eins og að efla þrautseigju og vinna að jákvæðum breytingum í kjölfar áfalla.