Að halda fyrirlestra og örnámskeið um líkamann, hugann og andlegu heilsuna er eitt af því sem ég brenn fyrir. Ástríða mín liggur í heildrænni nálgun, að vinna með líkamann í heildi sinni.
Fyrirlestrar og örnámskeið eru líka mjög góð áskorun og skemmtilegt. Ég einbeiti mér vel að því sem viðkomandi vill og bæti svo aðeins við. Fyrirlestrarnir og örnáskeiðin eru kröftug og þátttakendum er haldið við efnið. Ég legg mikla áherslu á að ná tengingu við hlustendur og að fá sem flesta með. Oft er notað blað og penni, sem hver og einn hefur fyrir sig, hugleiðslur í ýmsu formi og þáttakendur geta líka hugleitt þegar heim er komið. Alltaf gott að hafa smá minnisblað til að rifja upp hvað var farið í.
Það er mjög góð tilfinning að standa upp á sviði og hafa góð áhrif og ennþá betra þegar þátttakendur taka fróðleik, æfingarnar og upplifunina með sér heim og geta um leið notað það til að bæta sina líðan strax.
Ég er mjög þakklát fyrir þá vinnustaði, félagasamtök og hópa, bæði stóra og smáa, sem ég hef fengið að miðla minni þekkingu til og hjálpað til að gera lífið margbreytilegra.
Dæmi um hópa:
Árborg barnaskóli og leikskólar á svæðinu.
Barnaskóli Þorlákshafnar.
Krabbameinsfélag Árborgar.
Barnaskólinn Borg í Grímsnesi.
Vinahópar.
Kvenfélög.
Félög ýmis konar
Ráðstefnur ýmisskonar.
Fyrirspurn,bókanir eða eitt gott símtal, sem kemst nær góðum fyrirlestri.
Ljós og kærleikur
Ragnhildur Gagga