Byggir upp styrk, orku og örvar innkirtlakerfið, bætir samskipti milli hugans, hreyfingarinnar og hollustunnar. Farið er inn á við og í nálgun við sjálfan sig. Æfingarnar hafa bein áhrif á bæði líkamlega getu og andlega líðan. Tímarnir eru kenndir út frá Hatha yoga. HA þýðir sól og THA þýðir máni.
Unnið er með jógastöður (asana), öndun (pranayama) og slökun. Jafnvægi styrkist í innkirtlakerfinu, taugakerfinu, vöðvum og stoðkerfi, ónæmiskerfi og blóðrás.
Grunnlíkamsstöðurnar í hatha jóga eru 84 en til eru mismunandi útfærslur sem gerir Hatha jóga fjölbreytt og styrkleikastig mjög misjafnt. Farið er vel yfir yogastöðurnar svo hver og einn fari rétt inn í sína stöðu.
Unnið er með öndunina, sem hjálpar okkur að vera í augnablikinu, í meðvitund, í jafnvægi, að skynja tilfinninguna og róar hugann.