Er fyrir þig sem villt vinna með sjálfan þig og eigin hugsanir og leysa ákveðin verkefni á þann hátt.
Þetta eru markvissar aðferðir til þess að takast á við aðstæður og samskipti til þess að ná betra jafnvægi á heilbrigðum lífstíl.
Hugræn atferlismeðferð (HAM) er ein algengasta sálfræðimeðferðin sem notuð er til að takast á við sálrænan vanda, eins og þunglyndi, félagskvíða, lágt sjálfsmat, almennan kvíða, ofsakvíða, heilsukvíða, áráttu- og þráhyggju, sértæka fælni, svefnvandamál og áfallastreitu. Hún byggir á árangursríkum, vísindalegum aðferðum sem snúast um að læra nýjar leiðir til að takast á við vanlíðan. Meðferðin er gagnreynd, sem þýðir að margar rannsóknir hafa sýnt fram á að hún virki og skili árangri
Ólíkt því sem tíðkast í sumum gerðum sálrænna meðferða er ekki lögð áhersla á fortíðina í hugrænni atferlismeðferð. Þess í stað beinast samræður að erfiðleikum og framförum sjúklingsins á líðandi stundu og þeim eiginleikum sem hann þarf að tileinka sér.
Fólki er m.a. kennt að öðlast vald yfir viðbrögðum sínum, breyta t.d. neikvæðri hugsun í jákvæða, öðlast meiri stjórn á tilfinningum sínum o.s.frv.
HAM er fyrst og fremst gagnlegt verkfæri fyrir þá sem vilja vera meðvitaðri um hugsunarhátt sinn og hegðun, og skilja hvernig þessir þættir hafa áhrif á líðan og breyta þannig til betri vegar.
HAM er ekki óbilandi jákvæðni,heldur raunsæi og skynsemi