Game Changer

Game Changer

„Game-changer“

Lærðu að nota þína styrkleika og þitt innsæi

Byrjar 11. febrúar 2023

Skrá sig hér að neðan.

Hleð inn ...

Kynningarfundur hér á facebookhóp 28. janúar 2023

skráðu netfangið þitt og við sendum þér slóð á facebookhópinn.

Þú ert hér á þessari heimasíðu minni vegna þess að þú ert leitandi persóna og langar að bæta líf þitt.

Hugurinn, Líkaminn og Andlega heilsan okkar eru gríðarlega máttug verkfæri.

Við getum gert svo miklu meira fyrir okkur sjálf með bættu hugafari, með því að leyfa hugmyndum að verða að veruleika og nema hvernig okkur líður í líkama og sál.

Að tengjast innsæinu og kraftinum sem í þér býr.

Taktu þátt og upplifðu einstaka 4ja vikna nýársgleði.

Nýtt upphaf og nýjar áskoranir !!!

Stundum er það þannig að þú setur allt of mikla pressu sjálfa á þig, vinnur of mikið, finnur verki í líkamanum, og lætur þig svo jafnvel mæta afgangi. Kannski spyrð þú þig. “Af hverju er ég alltaf svona þreytt?»

Vá !! það var „Game changer „ fyrir mig á sínum tíma að upplifa kraftinn, sem fylgdi því að læra að nota innsæið og mína styrkleika.

Ég ætla að kenna þér að nota þessi tvö verkfæri til að þú upplifir drifkraftinn og ástríðuna þína gjörsamlega upp á nýtt !

Námskeiðið er fyrir þig sem vilt :

– Auka orkuna þína og ná utan um hlutina

– Læra að finna innri frið og slökun

– Ná jafnvægi á líkama og sál

– Tengjast þínum innri styrk og innsæi.

Þú munt læra þætti sem þú getur notað til að skapa innri ró og jafnvægi á líkama og sál.

Þetta mun hafa áhrif á þína heilsu og orku, fjölskyldulíf og vini og ekki síst vinnuna þína.

Þú munt upplifa að það er ekki svo mikið mál að greina aðalatriði frá aukaatriðum í þínu daglega amstri, þar sem oft þarf að forgangsraða þegar þú ert búinn að læra þessar aðferðir sem ég mun kenna þér.

Þú munt læra að búa þér til rými til að sinna þér , fyrir jafnvægi, ástríðu , ást og finna  rétta veginn fyrir  það sem þú hefur kannski endalaust verið að brjóta heilann um.

Programmið inniheldur og meira til:

 • 11. febrúar kl. 11:00
 • Fjölbreytileiki, hugmyndaflug og lífsgildi.
 • Hugleiðsla
 • 15. febrúar kl. 21:00
 • Tilfinnig , innsæi, myndin þín og augnhreyfingar.
 • 18. febrúar kl. 11:00
 • Jákvæð Sálfræði, styrkleikar, rannsóknir.
 • Hugleiðsla
 • 22. febrúar kl. 21:00
 • Stór draumur, lítill draumur.
 • Sjálfsspeglun
 • Hugleiðsla
 • 25. febrúar – 1. mars
 • Einkatímar 30 mín..
 • Komum okkur saman um tíma sem hentar þér best.
 • 3 (9 x 1, 9 x 3, 9 x 4) Komdu sjálfum þér á óvart.
 • 4. mars kl 11:00
 • Minnismiðar, sími, eitt orð.
 • Feng shui.
 • Hvert er þitt mikilvægasta rými.
 • 8. mars kl. 21:00
 • Eitt skref í einu á þínum hraða.
 • Feng Shui 10 mikilvæg atriði
 • Hugleiðsla.

Taktu þátt í spennandi sjálfsvinnu í 4 vikur þar sem við förum í gegnum þætti, sem styrkja þig, og þú upplifir breytingar á eigin skinni. Við hittumst 2x í viku í alls 6 skipti plús einkatíminn í 3 vikunni.

Sjáðu fyrir þér spennandi og skemmtilega daga inn í nýja árið.

Krafturinn og orkan innra með þér er aflið sem kveikir á ástríðunni og leysir drifkraftinn úr læðingi.

Þessi nýja þekking mun nýtast þér í alls konar verkefnum og við alls konar aðstæður !

Taktu daginn frá, byjum 11. febrúar 2023

Kynnigarfundur 28. janúar

Við hittumst í beinu streymi á laugardögum kl 11:00 og  miðvikudögum kl 21:00, með fræðslu og förum yfir aðferðir, sem við vinnum með í hverri viku.
Eftir að námskeiðið hefst mun ég svara spurningum ykkar í beinni, sem tengist því sem fjallað er um hverju sinni.  Allar spurningar velkomnar.

FRÁBÆR BÓNUS

Yoga Nidra og Hér og nú slökun. 4 myndbönd og 2 hljóðupptökur í einum pakka. 10 – 34 mín.

Einkatími 30 mín. Við finnum út hvaða tími passar þér best.

Ef þú kemst ekki til að horfa á og vera með nákvæmlega þegar beina útsendingin er í „Game Changer “ getur þú horft á upptökurnar seinna, hvenær sem þér hentar.

Game Changer

Upptökurnar og allt efni verða inni á lokaðri Facebooksíðu okkar  „Ragnhildur Gagga “Game -Changer” 11. febrúar til 11. apríl 2023

11.febrúar, 18.febrúar, 4.mars  ,laugardaga,  kl 11:00

15.febrúar, 22.febrúar, 8.mars  ,miðvikudaga, kl 21:00

Einkatímar vikuna 25.febrúar – 1.mars.

Mjög hagstætt verð, snemmskráning námskeiðið kostar 38.900 kr.  fyrir 2.febrúar (sláðu inn kóðann GAME22 í bókunarferlinu til að nota snemmskráningar afslátt), annars 43.000 kr.

Námskeiðið byggir á fræðirannsóknum í m.a. Jákvæðri sálfræði,hugrænni atferlismeðferð,  íþróttafræði og yoga. Þar að auki nota ég mína reynslu og innsæi og deili því með þér.

Ertu tilbúin í breytingu og opin fyrir hugmyndum ?
Viltu læra inn á hvernig innsæið leiðbeinir þér og um leið taka réttari ákvarðanir.

Þú skráir þig hér og er um leið boðið inn á lokaða Facebooksíðu fyrir námskeiðið  Ragnhildur Gagga “Game -Changer” 11. febrúar 2023

Hleð inn ...

Kynningarfundur hér á facebookhóp 28. janúar 2023

Stundum verður maður orðlaus og um leið finnur maður mikið þakklæti, sem streymir frá hjartanu um allan líkamann. Það gerðist í gær þegar ég las meðmæli frá vinkonum mínum, sem hafa komið á námskeið hjá mér og ætla ég næstu daga að setja inn umsagnirnar frá þeim.

 • "Game-changer" hjá Ragnhildi er kjörið fyrir þá sem vilja læra af einni mögnuðustu manneskju sem ég hef kynnst. Ragnhildur hefur einstaka reynslu og þekkingu sem hún getur miðlað frá sér á heilandi hátt þannig að ósjálfrátt verður breyting innra með manni sem færir mann nær kjarnanum í sér. Það er magnað að finna hvað orkan hið innra er öflug og það að geta stýrt henni og aukið hana er eitthvað sem allir ættu að kunna að gera fyrir sjálfa sig í dagsins önn. Guðrún Svala.

  Guðrún Svala
  Guðrún Svala
 • Ég skráði mig á þetta námskeið því að mig langaði að efla mig í leik og starfi. Þetta námskeið hjálpaði mér að varpa ljósi á styrkleikana mína og einnig finna þá þætti innra með mér sem ég get unnið með og gert að styrkleikum. Það kom mér á óvart hvað þessi vinna gaf mér mikið og það var frábært að fá verkfæri til að gera upp það liðna og að skapa mér sýn til framtíðar. Ég hlakkaði alltaf til að mæta, kennarinn var frábær og tímarnir voru afslappaðir auk þess sem slökunin í lok hvers tíma gaf þeim aukið vægi. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja efla sig og vinna að sjálfsrækt.

  Kolbrún Haraldsdóttir
  Kolbrún Haraldsdóttir
 • „Ég skráði mig á námskeiðið því að ég veit að Gagga er frábær kennari og heilari og mig vantaði innri ró, sem ég lærði að finna á námskeiðinu. Það sem kom á óvart var hversu fljótt maður lærir á eigin líkama, hugarástand og vellíðan. Maður stjórnar þessu alveg sjálfur með jákvæðum hugsunum. Það sem ég fékk út úr námskeiðinu var aukið andlegt jafnvægi og líkamlega vellíðan. Þið ættuð að skrá ykkur á þetta frábæra námskeið ef þið hafið áhuga á að hjálpa ykkur sjálf að líða betur, andlega og líkamlega, vera í nánari samskiptum við eigin hugsanir og stuðla að aukinni sjálfs væntumþykju. „

  Íris Anna Steinarsdóttir
  Íris Anna Steinarsdóttir
 • Í gegnum árin hef ég af og til leitað til Ragnhildar í nuddmeðferðir - yoga - heilun og í desember s.l ákvað ég að skerpa á sjálfri mér og skrá mig á námskeiðið sólarupprás fyrir sterkar konur.( Game Changer ) Mæli hiklaust með þessu námskeiði, hvort sem þú þarft að skerpa á þér eða vinna dýpri vinnu með sjálfan þig. Ragnhildur er fagkona og hefur einstakt lag á því að fá mann til að hugsa hlutina öðruvísi. Orkan hennar er falleg, heilandi og sterk. Gleðin hennar hvetur mann áfram og námsefnið hennar er skemmtilegt og svínvirkar! Mæli heilshugar með þessu námskeiði.

   Sonja Arnars
  Sonja Arnars
 • Mikið sem ég er þakklát fyrir hana Göggu að geta verið á námskeiði hjá henni er gjöf sem vert er að gefa sjálfri sér. Hún er með skemmtilegar færslur og sjónarhorn á lífið og tilveruna sem ekki allir taka eftir og deilir þeim á kærleiksríkan hátt með þáttakendum. Ég tók þátt í námskeiði hjá henni í vetur sem átti að vera dekur fyrir mig í fríi - þá tók heimurinn minn snúning - sem gerði það að verkum að ég hefði getað látið bugast en þar sem ég átti þess kost að hlusta á upptökur af fræðslu frá Göggu hélt ég í kærleikan, umburðarlyndi, þakklætið og umfram allt þá sjálfs ást sem hún svo endalaust minnti okkur á að nota. Ég mæli því klárlega með námskeiði hjá Göggu takk takk kærlega fyrir mig

  Unnur Óskarsd Seyðisfirði
  Unnur Óskarsd Seyðisfirði

Ljós og kærleikur

Ragnhildur Sigurðardóttir Gagga 

Cand Mag í íþróttafræðum, Jákvæð Sálfræði, Yogakennari, hugræn atferlismeðferð, nálastungufræðingur, NLP-master/coach,meta medicine coach og vinn við heilun.

Nýlegar færslur
0