Yoga á Stokkseyri hefst fimmtudaginn 3. febrúar 2022

Yoga á Stokkseyri hefst fimmtudaginn 3. feb.  kl 18:30

1x í viku í 8 vikur í íþróttahúsinu á Stokkseyri.

 

Langar þig til þess að öðlast meiri ró, sofa betur og efla líkamsvitund?

Langar þig að auka styrk og gleði ?

Þá er þetta Yoga Námskeið fyrir þig.

Yoga á Stokkseyri hefst fimmtudaginn 3. febrúar 2022

Auk þess að kenna Hatha Yoga mun Ragnhildur blanda saman ýmsum öðrum Yoga aðferðum s. Yoga Nidra, Facia Yoga, sjálfsstyrkingaræfingum og vinna einnig með bandvef líkamans í djúpum teygjum og slökun.

Námskeiðið kostar 18.000 kr

Verður 1x í viku á fimmtudögum 18:30 – 19:45

Dagarnir eru 3.feb., 10.feb., 17.feb., ., 24.feb., 3.mars.,10.mars., 17.mars., 24.mars.

Hleð inn ...

Yoga byggir upp styrk, orku og örvar innkirtlakerfið, bætir samskipti milli hugans, hreyfingarinnar og hollustunnar. Farið er inn á við og í nálgun við sjálfan sig. Æfingarnar hafa bein áhrif á bæði líkamlega getu og andlega líðan.

Tímarnir eru kenndir út frá Hatha yoga. HA þýðir sól og THA þýðir máni.

Unnið er með jógastöður (asana), öndun (pranayama) og slökun. Jafnvægið styrkist í innkirtlakerfinu, taugakerfinu, vöðvum og stoðkerfi, ónæmiskerfi og blóðrás.

Grunnlíkamsstöðurnar í hatha jóga eru 84 en til eru mismunandi útfærslur,sem gerir Hatha jóga fjölbreytt og styrkleikastig mjög misjafnt.

Farið er vel yfir yogastöðurnar svo hver og einn fari rétt inn í sína stöðu.

Unnið er með öndunina sem hjálpar okkur að vera í augnablikinu, meðvitund, jafnvægi, skynja tilfinninguna og róar hugann.

Þú kemur endurnærð út úr tímunum og meira í núlíðandi stundu hér og nú.

Timarnir eru unnir út frá hópnum og mikilvægt að ég vit um ef viðkomandi er með meiðsli eða annað svo hægt sé að sníða æfingarnar rétt fyrir hvern og einn.

5 tímar með Hatha Yoga

3 tímar blandað með Hatha Yoga , Yoga Nidra og Yin Yoga

Ljós og kærleikur

Ragnhildur Gagga

Sími 693 2197
www.thesunflower.is

Nýlegar færslur
0