YOGA NIDRA NETNÁMSKEIÐ SEM FER Í BEINU STREYMI Í GEGNUM NETIÐ 2. MAÍ.

Yoga Nidra fyrir þig sem vilt losna við streitu, fá betri svefn, róa hugann og byggja upp líkama og sál.

Ég er að fara af stað með Yoga Nidra netnámskeið í 4 vikur þar sem við byggjum okkur upp, enduhlöðum og slökum. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun á milli svefns og vöku, þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur og iðkandinn kemur endurnærður til baka. Það er sagt að 40 mínútur af Yoga Nidra sé álíka endurnærandi fyrir huga og líkama eins og þriggja tíma svefn. Eftir Yoga Nidra tíma talar fólk um að ná betri svefni og vaknar betur úthvílt um morguninn.

YOGA NIDRA NETNÁMSKEIÐ SEM FER Í BEINU STREYMI Í GEGNUM NETIÐ 2. MAÍ.

Yoga Nidra námskeiðið byrjar 2.maí kl 11:00 í beinni og ef þú kemst ekki til að horfa á og vera með nákvæmlega þá,  getur þú horft á upptökurnar seinna þegar þér hentar. Upptökurnar verða inn á lokaðri Faceboosíðu sem þú skráir þig inn á.

Dagarnir í beinni sendingu eru:

2.maí kl 11:00

9.maí kl 11:00

16.maí kl 11:00

23.maí kl 11:00

Námskeiðið kostar aðeins 8.000 kr.

Þú skráir þig hér og er um leið boðið inn á lokaða Facebooksíðu fyrir þetta Yoga Nidra netnámskeið.

Hleð inn ...
Nýlegar færslur
0