Yoga Nidra námskeið sem fer í beinu streymi í gegnum netið 11.apríl

Yoga Nidra fyrir þig sem vilt losna við streitu, fá betri svefn, róa hugann og byggja upp líkama og sál.

Ég er að fara af stað með Yoga Nidra námskeið í 4 vikur þar sem við byggjum okkur upp, enduhlöðum og slökum. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun á milli svefns og vöku, þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur og iðkandinn kemur endurnærður til baka. Það er sagt að 40 mínútur af Yoga Nidra sé álíka endurnærandi fyrir huga og líkama eins og þriggja tíma svefn. Eftir Yoga Nidra tíma talar fólk um að ná betri svefni og vaknar betur úthvílt um morguninn.

Yoga Nidra námskeið sem fer í beinu streymi í gegnum netið 11.apríl

Yoga Nidra námskeiðið byrjar 4.april kl 11:00 í beinni og ef þú kemst ekki til að horfa á og vera með nákvæmlega þá,  getur þú horft á upptökurnar seinna þegar þér hentar. Upptökurnar verða inn á lokaðri Faceboosíðu sem þú skráir þig inn á.

Dagarnir í beinni sendingu eru:

11.apríl kl 11:00

18.apríl kl 11:00

25.apríl kl 11:00

2, maí kl 11:00

Þú skráir þig hér og er um leið boðið inn á lokaða Facebooksíðu fyrir þetta Yoga Nidra netnámskeið.

Hleð inn ...

Hér er stutt lýsing á því  hvernig Yoga Nidra tíminn er uppbyggður.

Yoga nidra er forn yogaástundun og mætti kalla hana liggjandi hugleiðslu sem virkjar heilunarmátt líkamans og hjálpar til við að losa djúpstæð tilfinningaferli áreynslulaust, oft nefnd svefnhugleiðsla. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun á milli svefns og vöku, þar sem hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur og iðkandinn kemur endurnærður til baka. Það er sagt að 40 mínútur af Yoga Nidra sé álíka endurnærandi fyrir líkamann í heild sinni eins og þriggja tíma svefn.
Þessi aðferð losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímans. Orðið nidra þýðir svefn og yoga nidra er yogískur svefn þar sem líkaminn hvílist á meðan undirmeðvitundin er leidd í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir. Þessi djúpa slökun hjálpar til við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur orku í daglegu lífi. Til að þetta takist verðum við að sleppa tökum á hugsunum okkar en hugsanirnar hverfa áreynslulaust þegar við erum við það að sofna. Svefnleysi orsakast oft einmitt vegna þess að við getum ekki slökkt á hugsunum okkar. Oft tökum jafnvel ekki eftir allri streitunni sem er í kringum okkur fyrr en hún er farin að valda vandamálum og er Yoga Nidra ein af mörgum aðferðum til að vakna til vitundar.

Mjög gott er að byrja á  mjúkum teygjum, hreyfingum og mýkjum líkamann upp áður en lagst er niður í þægilega stöðu með teppi og púða fyrir Yoga Nidra endurnærandi fyrir líkama og sál.

Ljós og kærleikur

Ragnhildur Sigurðardóttir

Gagga

www.thesunflower.is

Nýlegar færslur
0