Vegna breyttra aðstæðna

Sæl

Vegna hertra aðgerða frá almannavörnum verður stofan mín lokuð til 12.april til að byrja með.

Í ljósi aðstæðna hef ég fært mig yfir í ráðgjöf í gegnum netið og facebookþjónustu næstu vikurnar.

Ráðgjöf í gegnum netið:

  • Ég bíð upp á fjarviðtöl/samtalstíma ,ca 55 mín hver tími, í gegnum netið og facebook.  Í samtalstímanum er leitast við að finna út og skilgreina eðli þess sem veldur tilteknu ástandi. Skoða, Hugann, líkamann og andlega heilsuna og komast að því hvað þú gerir meira/minna af og setja þína orku í það sem þú vilt stefna á.Ég nota ólíkar aðferðir allt eftir markmiðum með tímanum. Sameiginlegt með aðferðunum er að losa um spennu í líkamanum, bæta heilsu , bæta líkamsvitund og vinna með tilfinningar, oft t.d. tengt streitu, kvíða, depurð og venjum í líkamanum.

  • Frítt kynningarnámskeið 28.mars , fyrir á 6 vikna netnámskeiðið (Hugurinn, líkaminn og andlega heilsan) sem fer fram í maí.

  • Yoga Nidra netnámskeið í beinu streymi í gegnum lokaða facebooksíðu, sem byrjar 4.april í 4 vikur, kl. 11:00. Ef þú getur ekki verið með á þeim tíma þá liggur upptakan inni á facebooksíðunni þar til námskeiðinu líkur og þú getur horft á upptökurnar þegar það passar þér best. Í ljósi þeirra aðstæðna sem við erum í, í  dag, þá langar mig að bjóða Yoga Nidra netnámskeiðið á sérstökum kjörum :

Breytt hugsun leiðir til breytinga á lífsstíl og þannig líður okkur betur .

Þú getur hringt í mig frítt til að athuga hvort þjónustan, sem ég bíð upp á henti  þér, í síma 693 2197

Velkomið að deila og láta vini ykkar vita.

Gangi ykkur sem best næstu vikurnar og farið vel með ykkur.

Ævinlega þakklát.

Eigðu góðan dag.

Ljós og kærleikur

Ragnhildur Sigurðardóttir

Gagga

www.thesunflower.is

https://www.facebook.com/ragnhildurgagga

Nýlegar færslur
0