Yoga vika með Ragnhildi Göggu 2020

Velkomin á Yoga viku með Ragnhildi Göggu  til fallegu Provence í Frakklandi í júní 2020.

Viltu bæta andlegt jafnvægi, kyrra hugann og bæta svefninn ?
Viltu finna leiðir til að minnka álagið og ná meiri slökun ?
Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.

Okkur hlakkar til að bjóða þig velkomin á fallegan franskan herragarð í Cotignac. Þar munum við auk vinnunnar með okkur sjálf og yoga, njóta langra og dásemlegra daga, fara í sundlaugina, borða við langborðið í yndislegum garði og hlaða batteríin.

Þú munt fá Hatha yoga/Yoga Nidra hugleiðslu og Yin Yoga í rólegheitum á sundlaugarbakkanum á hverjum degi. Meiri aksjon á morgnana og rólegar Yin æfingar á kvöldin um leið og við horfum á sólarlagið. Yogað passar fyrir alla, líka ykkur sem eruð að byrja í yoga

Í þessari heilsuviku muntu fá að njóta þess að vera í fallegu umhverfi og náttúru. Við njótum þess líka að vera saman,borða saman og hlægja saman. Að sjálfsögðu mun líka gefast kostur á því að vera út af fyrir sig. Þarna er líka hægt að fara í hjóla- og göngutúra en umhverfi bæjarins okkar er mjög fallegt, fara á markaðinn og ýmsilegt fleira.

Í þessari ferð mun Ragnhildur kenna þér „nýjar leiðir til að finna svör við þínum spurningum“ Þetta eru aðferðir sem geta hjálpað þér að skoða sjálfan þig og geta leitt til svara sem þig hefur vantað að fá lengi. Þetta er nýr hugsunarháttur sem snýst um að læra að fylgja sínu hjarta, sleppa takinu á hlutum og vera meira til staðar hér og nú. Mjög áhugavert.

Menntun Ragnhildar

-Cand Mag í íþróttafræðum frá Íþróttaháskólanum í Osló
-Heilsunuddmeistari
-NLP master/coach
-Nálastungufræðingur frá Scandinavian school of acupuncture in Copenhagen
-Yogakennari
-Meta medicine coach
-Hugræn atferlismeðferð, diploma nám frá Háskóla Íslands
-Jákvæð sálfræði, diploma nám frá Háskóla Íslands


Innifalið í námskeiðinu eru gisting, allar máltíðir og drykkir á staðnum auk aksturs til og frá flugvellinum í Nice.
Þú sérð sjálf um að panta og borga flugmiðann en við munum að sjálfsögðu vera innan handar með það.

Þetta er staður sem bara þarf að fara á og upplifa og nú býðst þér tækifærið.
Okkur hlakkar til að hitta þig
😊

Tímasetning:

12. júní  – 19. júní 2020

Verð: Kr 212.636

  • Kr 68.000 greiðast við skráningu og rest í síðasta lagi 3 mánuðum áður en námskeiðið byrjar. Munið að skráningin er bindandi !

Innifalið í verðinu eru gisting, allar máltíðir og drykkir á staðnum auk aksturs til og frá flugvellinum í Nice.

Flug til og frá Nice greiðist af þér.

 

Frábær vika með hreyfingu, slökun/hvíld og yoga fyrir líkama og sál í fallegu umhverfi í Cotignac í Frakklandi

Yoga vika með Ragnhildi  Göggu 2020
Yoga vika með Ragnhildi  Göggu 2020
Yoga vika með Ragnhildi  Göggu 2020

Senda fyrirspurn um ferðina

Nýlegar færslur
0