Frakkland – Yoga vika með Ragnhildi Göggu 2021

Velkomin á sérsniðna Yoga viku með Ragnhildi ,,Göggu“  í fallega Provence í Frakklandi sumarið 5. – 11. júní 2021.

Viltu bæta andlegt jafnvægi, kyrra hugann og bæta svefninn ?
Viltu finna leiðir til að minnka álagið og ná meiri slökun?
Viltu byggja þig upp eftir veturinn?
Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.

Þetta er heilsuvika í Frakklandi þar sem áhersla er lögð á að slaka á með kennslu og ástundun yoga. Þarna gefst einnig tækifæri á því að læra góða hugleiðslu og slökun, sem gott er að nota til að byggja upp orkuna sína og nýtist vel í amstri dagsins þegar þið komið aftur heim.
Námskeiðið er opið fyrir alla og markmiðið er sem sagt að þið náið að slaka vel á og læra aðferðir til þess. Einnig geta þessar aðferðir sem við förum í nýst fólki áfram í þeirra starfi. Gott dæmi um slíka hópa eru t.d. stjórnendur, kennarar og leiðbeinendur. Stéttarfélög styrkja gjarnan slík námskeið og er þátttakendum bent á að athuga það hjá sínu stéttarfélagi.

Við munum búa á fallegum frönskum herragarði, Loa Marronie, í bænum Cotignac, í Provence héraði. Þar munum við auk vinnunnar með okkur sjálf og yoga, njóta langra og dásamlegra daga, fara í sundlaugina, borða við langborðið í yndislegum garði og hlaða batteríin.

Þú munt fá Hatha yoga/Yoga Nidra hugleiðslu og Yin Yoga í rólegheitum á sundlaugarbakkanum á hverjum degi. Meiri aksjon á morgnana og rólegar Yin æfingar á kvöldin um leið og við horfum á sólarlagið. Yogað passar fyrir alla, líka ykkur sem eruð að byrja í yoga.

Í þessari heilsuviku muntu líka fá að njóta þess að vera í fallegu umhverfi og náttúru.  Þú átt eftir að skemmta þér vel og koma heim með fróðleik sem þú getur miðlað áfram. Settu þér það markmið að taka þátt í allri dagskránni og gefðu þér líka tíma fyrir sjálfan þig, þegar það passar. Þannig skapar þú ógleymanlega, skemmtilega og lærdómsríka ferð.
Þarna er hægt að fara í hjóla- og göngutúra enda er umhverfið mjög fallegt, eða kíkja á markaðinn í bænum Cotignac og ýmislegt fleira.

Í þessari ferð mun ég kenna þér „nýjar leiðir til að finna svör við þínum spurningum“ Þetta eru aðferðir sem geta hjálpað þér að skoða sjálfan þig og geta leitt til svara sem þig hefur vantað að fá lengi. Þetta er nýr hugsunarháttur sem snýst um að læra að fylgja sínu hjarta, sleppa takinu á hlutum og vera meira til staðar hér og nú.

Mjög áhugavert og einnig frábært tækifæri til að kynna sér fjölbreytt yoga og hvernig hægt er að nýta sér það fyrir þig og aðra.

Fáðu nánari upplýsingar um ferðina dagskrá og annað með því að fylla út reitina hér til hægri og senda fyrirspurn til mín þar eða í síma 6932197. Ég mun verða í sambandi

Hlakka til að sjá þig.

Ljós og kærleikur

Ragnhildur Sigurðardóttir
Kölluð Gagga.

Menntun Ragnhildar:

-Cand Mag í íþróttafræðum frá Íþróttaháskólanum í Osló
-Heilsunuddmeistari
-NLP master/coach
-Nálastungufræðingur frá Scandinavian school of acupuncture in Copenhagen
-Yogakennari
-Meta medicine coach
-Hugræn atferlismeðferð, diplomanám frá Háskóla Íslands
-Jákvæð sálfræði, diplomanám frá Háskóla Íslands

www.thesunflower.is

Innifalið er:

 • Gisting á herragarðinum Loa Marronie, í bænum Cotignac, í Provence héraði, í Frakklandi (þið fljúgið til borgarinnar Nice).
 • Allar máltíðir og drykkir.
 • Akstur til og frá flugvellinum í Nice.
 • Kennsla og ástundun yoga 2x á dag í fallegu umhverfi.
 • Slökun og kennsla í áhrifaríkum aðferðum til að ná fram slökun.
 • Nýjar aðferðir við að skoða sjálfa sig, nota sitt innsæi, læra að fylgja hjartanu og ná fram því besta hjá sjálfum sér, vera til staðar hér og nú.
 • Hreyfing ýmis konar, s.s. hjólaferðir og gönguferðir.
 • Sundlaug.
 • Góður tími gefst til að skoða sig um og njóta dvalarinnar í fallegu umhverfi Provence í Frakklandi.
 • Lögð er áhersla að fólk finni ró ,nái að sinna sjálfu sér og læri aðferðir til slökunar og til minnka stress og streitu.

 

____________________________________________________

Dagsetning:      5. – 11. júní 2021

____________________________________________________

Verð:

212.636 kr
*         
68.000 kr greiðast við skráningu,
*          144.636 kr greiðist í síðasta lagi 5. mars 2021.
*          Skráning er bindandi.

*          Ath: Þátttakendur panta sjálfir og borga flugmiðann til Nice.

 

 

Þetta er staður sem bara þarf að fara á og upplifa og nú býðst þér tækifærið.
Frábær vika með hreyfingu, slökun/hvíld og yoga fyrir líkama og sál í fallegu umhverfi í Cotignac, Provence, í Frakklandi.

 

Hlakka til að hitta þig 😊

Frakkland – Yoga vika með Ragnhildi Göggu 2021
Frakkland – Yoga vika með Ragnhildi Göggu 2021
Frakkland – Yoga vika með Ragnhildi Göggu 2021

Skrá mig eða senda fyrirspurn um ferðina

Bóka ferð og ganga frá staðfestingargjaldi.

Athugið að velja þarf dagsetninguna 5. júní 2021

Hleð inn ...
Nýlegar færslur
0