Yoga & Ást á Bali.

Yoga & Ást á Bali.

Lærðu að elska þig
Yoga og Ást með Guðbjörgu Ósk og Ragnhildi.
Yoga og Ást ,er það fyrir þig?

Ert þú að leita eftir ævintýri næsta haust okt.2019 ?
Ert þú með verki í líkamanum og langar þig að styrkja líkama og sál?
Sefurðu ekki nógu vel og vilt vakna úthvíld og auka kynhvötina?
Læra að elska þig og njóta náttúrunnar á Bali?

Þá er þetta námskeið fyrir þig sem vilt ævintýri á Bali.
Lærðu að elska þig með yoga og endurnæræingu alla leið.

Nú hefur þú góðan tíma til að spara og koma með okkur
Okt. 6. – 16. 2019 og njóta.

Ævinlega þakklát ef þú veist um einhverja sem vill fá þessar upplýsingar ogþú deilir áfram:O)

Hafðu samband hér fyrir neðan eða farðu inn á síðuna Transform your Life with Ósk og netsíðuna www.thesunflower.is

Hökkum til að heyra í þér og upplifa Yoga og Ást á Bali.

 

Ljós og kærleikur
Ragnhildur Sigurðardóttir

Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt vita meira eða skrá þig

Við förum í þessa spennandi ferð eftir:
  • 00 days
  • 00 hours
  • 00 minutes
  • 00 seconds

Ennþá meiri lesning fyrir þá sem vilja vita allt um ferðina

Ég má til með að láta þig vita að ég er byrjuð að bóka í næstu Yoga og Ást með Ragnhildi og Ósk á Balí dagana 6. – 16. Október 2019 af því að það eru nokkur pláss laus í þessa Dýrðlegu Dömuveislu í Paradísinni. Þetta er svo mikið upplifelsi að það er eiginlega erfitt að segja það með örfáum orðum svo ég læt dagskránna fylgja hér fyrir neðan og þú sérð allt sem er innifalið ómæ !!

Núna nýlega settur stúlkurnar í einum hópnum allar eitt orð í Grúbbuna sem endurspeglaði þeirra upplifun af Yoga og Ást Dömuferð og ég ætla að setja þessi orð hérna því þau eru svo fjölbreytt og lýsa á stuttan og hnitmiðaðan hátt hverju þú mátt búast við..

Endurnærandi
Innri Friður
Styrkur
Endurstillin
Lærði að elska mig
Set mig í fyrsta sætið
Virðing
Jafnvægi
Gleði
Þakklæti
Hlátur
Vinátta

Þetta er innifalið :

-Hamingjan tekur á móti þér á flugvellinum, við ökum *saman til Ubud syngjandi sælar.
*Ef það koma allar með sitt hvoru fluginu þá er ekki víst að ég nái að taka sjálf á móti öllum en ég sé til þess að þú fáir góðar móttökur og getir andað rólega í bíltúrnum til Ubud sem tekur um 90 mínútur.

-Átta nætur + unaðslegur morgunverður á hinu dásamlega Honeymoon Hóteli í Ubud með gullfallegum og skemmtilegum skvísum.

-Akstur til Seminyak sem við verðum á síðustu tvær næturnar.

-Tvær nætur á Kanvaz Village Hótelinu í Seminyak – Sól og Sjór og þú á tásunum í sandinum.

-Gjafapakki

-Yoga með Ragnhildi Sigurðar og fyrstu sólargeislunum – dýrðlegra verður það ekki.

-Og þú að Læra að ELSKA ÞIG og upplifa yfirnáttúrulega daga hér í Paradísinni.

-Fyrirlestrar og verkefni úr þerapíunni sem Ósk skapaði til að hjálpa fólki að breyta lífinu sínu; Lærðu að elska þig.

-Subak Sok og skógurinn, undurfagur göngutúr sem endar á Luxe café í gómsætum hádegisverði.

-Casa Luna veitingastaðurinn, þú verður að prófa og svo röltum við saman um bæjinn með hatt og sólskinsbros.

-Gong heilun í Pyramídanum.

-Balínískt SPA en ekki hvað, dekur á Putri Ubud Spa

-Indus veitingastaðurinn ekta Balínískt góðgæti í hádeginu.

-Heiðmörkin mín og ólýsanlegur bíltúr í bæjinn allt getur gerst.

-Að skapa nýja framtíð í góðum drykk í útsýninu á Goya

-Brúðkaup aldarinnar.

-Hátíðarkvöldverður.

Það eru mismunandi herbergi í boði á Honeymoon guesthouse þar sem við
dveljum í 8 nætur og miðast verðin við herbergið sem er valið þar.

Verð :

“Dewi” vifta ekki loftkæling. Tvær deila herbergi
kr. 249.000,- á konu. ATH aðeins tvö herbergi.
“Dewi” vifta ekki loftkæling. Einstaklingsherbergi
kr. 278.000,-. ATH aðeins eitt herbergi.

“Rama” & “Sita” Loftkæling, einstaklingsherbergi, sameiginlegar svalir.
kr. 294.000,- UPPSELT

“Bisma” Bungalow, við köllum þetta herbergi gjarnan höllina, loftkæling, einstaklingsherbergi.
kr. 318.000,- aðeins eitt herbergi

“Indra” loftkæling einstaklingsherbergi.
kr. 318.000,-

“Sawah” lofkæling, tvær deila herbergi.
kr. 286.000,- ATH. aðeins tvö herbergi

ATH: Flug er ekki innifalið við mælum með að bóka flugið hjá
Viktorija@vita.is

Til þess að festa pláss, þarf að greiða
staðfestingargjald kr. 40.000,-
Um leið og það er greitt er herbergið þitt.
Síðan getur þú sett eftirstöðvarnar á reðgreiðslu og verið búin að
greiða ferðina þegar þú kemur eftir 9 mánuði eða svo.
ATH. Staðfestingargjaldið er ekki endurkræft.

Þegar þú bókar færðu aðgang að lokaðri grúbbu á Facebook með hinum
Dýrðlegu Dömunum þar sem við höfum tækifæri til að kynnast og við munum byrja strax að setja meira fróðleik um ferðina, kennsluna sem verður í boði og þær upplýsingar sem þú þarft fyrir ferð til Balí.
Í grúbbunni munum við ræða hverjar vilja fljúga saman og má búast við að
hver og ein ætli að gera þessa ferð einstaka og velja að dvelja hér
einhverjum dögum lengur við munum líka aðstoða við að bóka og
skipuleggja umfram dagana ef þörf er á.

Umsögn

Elsku Ósk, þakka þér fyrir að leiðbeina mér inní svo miklu betra líf og kenna mér að elska lífið. Þegar ég kom til Bali var ég gjörsamlega buguð á líkama og sál. Fyrstu nóttinni gleymi ég aldrei ég var búin að draga gardínurnar fyrir á öllum hliðum í rúminu og leið eins og ég væri í himnaríki alveg viss um að ég mundi rotast eins og skot. En áður en ég vissi af hágrét ég og reif mig niður fyrir að vera komin í Dömuferð svona orkulaus og ömurleg.
Eftir að hafa verið andvaka í nokkra tíma sefaði ég mig með því að ég mundi hafa hugrekki til að biðja þig að hjálpa mér að komast heim.
Fyrsta morgninum gleymi ég aldrei þú faðmaðir okkur allar og sagðir stelpur sem betur fer erum við á þessum undurfagra stað með alla brosandi í kringum okkur sólin sleikir okkur upp til agna því auðvitað er þetta ekkert auðvelt, ég er viss um að það er einhver hér sem langar mest til að fara heim.
Ég hugsaði “shit hún les hugsanir þessi kona” sem sagði svo við mig eftir fundinn vilt þú ekki fara í gott Nudd og reyna að sofa bara í dag ég veit að það togar allt í mann hér en ég held að þú þurfir að hvíla þig.
Mér fannst hugrekkið hverfa ég þorði ekki að segja þér sannleikann fór eftir þínum fyrirmælum og drakk í mig hvert einasta orð sem þú sagðir eftir þetta.
Guð minn góður hvað ég er þakklát fyrir þessa ferð því hún opnaði svo merkilega hluti hjá mér.
Ég fann mig, alveg frábæra Dömu sem hefur svo ótal margt til brunns að bera og auðvitað hef ég aldrei verið hugrakkari og læt núna hvern drauminn á fætur öðrum rætast.
MR

Dagskráin 6. – 16. Óktóber 2019

Dagur 1. Sunnudagur 6. Október
þú lagðir af stað í gær og ert að lenda á Balí Sunnudaginn 6. Okt.
Þú verður sótt á flugvöllinn eða á þann gististað sem þú ert á ef þú ert nú þegar komin til Balí.
Ekið á Honeymoon Guesthouse í Ubud.
Innritun inní herbergið þitt og yndisleg hvíld eftir langt ferðalag í prinsessu rúmi með himnasæng.
Mimpis Manis eða fallega drauma 🙂

Dagur 2. Mánudagurinn 7. Október

8:00 – 10:00 Unaðslegur morgunverður í ‘rooftop’ salnum á Honeymoon allar saman að kynnast og við förum yfir dagskránna næstu daga og skipuleggjum þarfir og langanir hjá þér.
Dagurinn er frjáls við sundlaugarbakkann á rölti um göturnar eða hugsanlega SPA á línuna.

Þetta er einn af tveimur frídögum sem þið hafið í Ubud og ég mæli eindregið með því að þú skoðir hvort þú vilt gera við þennan dag sem er bara hægt að gera á Balí.
Síðasti hópur fór í hjólatúr og sá þá þverskurðinn af Balínískri náttúru smökkuðu kaffi og te og heimsóttu Balínískt heimili og barnaskóla.
Það var sérsniðinn túr fyrir hópinn sem engin hefði viljað missa af.

Dagur 3. Þriðjudagur 8. Október

6:00 – 8:00 Guðdómlegu morguntímarnir hennar Ragnhildar þú svífur úr draumalandinu inní einstaka veröld kyrrðarinnar hér í þessari andlegu Paradís.
Síðan ætlar Ragnhildur að vera með einstakt Yoga og efla þig stirkja og liðka inní framtíðina. Hitastigið er fulllkomið enda varð Yogað til í nákvæmlega þessum aðstæðum, hiti og raki.

8:00 – 10:00 Hlátrasköllin fylla loftið, það er ekkert eins skemmtilegt eins og þú og allar skvísurnar endurnærðar á líkama og sál með litríka næringu, teygð og slök í sólinni.
Tími fyrir blund, sturtu og svo smellir þú þér í stuttbuxur og strigaskó.
10:00 – Göngutúr útúr bænum inní enn meiri kyrrð, hrísgrjónaakra og skógivaxið gil. Á leiðinni er möguleiki að hún Susanna taki á móti okkur. Við ætlum að rölta saman að einstökum stað, hótelinu þeirra Paul og Grace.

12:30 Hádegisverður á Luxe villas

14:00 Kynning á okkur og þerapíunni Lærðu að elska þig

16:00 Röltum heim á leið með viðkomu hjá Sandeh Tarot-norn fyrir þær sem ætla sér að fá tíma hjá henni.
Dagur frjáls.

Dagur 4. Miðvikurdagur 9. Október

6:00 – 8:00 Tvær stundir með Ragnhildi. Ljúft og gott líkaminn fær þá bestu hreyfingu sem völ er á. Slökun og fróðleik.

8:00 – 10:00 Rjóðar og alsælar enda kann Ragnhildur að skapa rétt andrúmsloft og mýkja okkur inní daginn. Það er fátt litríkara og betra en morgunmaturinn á Honeymoon.

10:00 Hittumst í Lobbýinu og trítlum niður á aðalgötu á hinn vinsæla veitingastað Casa Luna. Þerapían Lærðu að elska þig fyrsti tíminn. Þú ert að byrja nýtt líf kæra.

12:30 Balínískur hádegisverður.

14:00 – 15:30 Lærðu að elska þig

15:30 Valhoppum um miðbæ Ubud framhjá höllinni og hinum fræga Pahsar eða markaðnum sem leið liggur niður í apaskóg.
Það er frjáls mæting og aðgangseyrir inní apaskóg greiðir hver og ein.

Dagur 5. Fimmtudagur 10. Október

6:00 – 8:00 Tveir tímar af Yoga slökun og hugleiðslu með Ragnhildi sem hefur ára langa reynslu af því að skapa undurfagra Yogatíma, heila og kenna fólki að skapa heilbrigt og fallegt líf.

8:00 – 10:00 Gómsætur morgunverður og þú orðin svo spennt að prófa eitthvað nýtt á hverjum degi.

10:00 – 12:00 Við komum okkur vel fyrir, þerapían Lærðu að elska þig.
Frá 12 – 14:30 er frjáls tími hægt að rölta á veigingastaðina í kring eða borða ljúffengan hádegisverð við sundlaugarbakkann.

14:30 Mæting í Lobbýinu förum með leigubílum í Pyramídana í Gong heilun.

17:00 dagskrá lok í dag

Dagur 6. Föstudagur 11. Október

Þessi dagur er FRJÁLS
Ég býðst til að fara í Pílagrímsgönguna upp 1700 tröppurnar að Pura Lempuyang eitt af sjö heilögustu hofum Bali og ég flétta þessa ferð inní þá vinnu sem við erum að gera hér í þerapíunni.
Ég mun auglýsa þegar nær dregur og spurja hvort það eru einhverjar í hópnum sem vilja fara í þessa ferð en hún tekur nánast allan daginn.

Svo er hægt að velja að gera eitthvað allt annað á þessum degi slaka á í einhverjum sundlaugagarðinum, fara á örnámskeið, læra silfursmíð, málun, fara í kokkaskóla eða gera eitthvað sem er bara hægt á Balí.

Dagur 7. Laugardagur 12. Október

6:00 – 8:00 Tvær stundir með Ragnhildi og þú værir til í meira helst að fá hana með þér heim og eiga þína Ragnhildi alla morgna.

8:00 – 10:00 Gómsætur morgunverður og nú er spjallað svo mikið að allir hótelgestir vilja fá að vera með þessum brosmilda og hressa hóp.

10:00 Hittumst í Lobbýinu okkur verður skutlað uppá Indus þar sem við njótum þess að vinna saman í þessu yfirnáttúrulega útsýni.

Þerapían og framtíðin.

12:30 Hádegisverður að Balinískum hætti algjör snilld.

14:00 Leigubílar niður á Ibah en þaðan hefst Göngutúr í Heiðmörkinni minni og það fer algjörlega eftir stemmingunni í hópnum hvenar við komum aftur heim.

Dagur 8. Sunnudagur 13. Október

6:10 – 8:00 Yoga með Ragnhildi þú vaknar spennt og tilbúin.

8:00 – 10:00 Gómsætur morgunverður, hlátur og hamingja.

10:00 Allar svo dansandi léttar og glaðar í Lobbýinu og svo skoppum við niður á Goya ÓMÆ. Við ætlum að ljúka þessari andlegu vinnu með því að skoða möguleikana sem eru í boði til að halda áfram inní dýrðlega framtíð drauma þinna.

12:30 Dagskrá lýkur og þú ert frjáls til…

17:00 Hittumst í Lobbýinu alsælar og allar svo sætar dönsum við niður á Komaneka í Útskrift og Brúðkaup.
Ég veit ekkert hvenar þú dröslast heim úr veislunni 🙂

Dagur 9. Mánudagur 14. Október

Það fer eftir stemmingunni í hópnum hvort Ragnhildur býður uppá tíma í Yoga áður en við pökkum niður.

12:00 Yfirgefum Honeymoon það er komið að því….
SÓL… SJÓR & SANDUR þar sem dansinn dunar og gleðin tekur völd nú ætlum við að syngja og tralla í sundbolum eins og enginn sé morgundagurinn enda langar okkur ekkert að þetta unaðsævintýri sé búið.
Það mun standa til boða að nýta þennan dag í Ubud fyrir þær sem vilja og það verður hægt að aka á strandhótelið seinna um daginn.

Þessir tveir síðustu dagar munu koma þér rækilega á óvart.

Dagur 10 Þriðjudagur 15. Október

Dagurinn er frjáls en ég verð að sjálfsögðu með alskonar hugmyndir fyrir ykkur ég ætla að sleppa tökunum á ykkur og leyfa þér að græja og gera sjálf.

Dagur 11 Miðvikudagur 16. Október

Brottför eða framlenging.
Hugsanlega ertu að fara heim síðdegis þennan dag eða þú hefur ákveðið að ætla að lengja ferðina og njóta þess að skoða og slaka á hér áfram fram yfir helgi eða hafnvel lengur ég mæli eindregið með því þar sem það gefst lítill tími á námskeiðinu sjálfu að skoða um eða gera það sem þig langar að upplifa annað hér á Balí en að styrkja þig og BÆTA.

Þú ferð heim STERKARI, SÁTTARI, HAMINGJUSAMARI OG GLAÐARI eftir þetta EINSTAKA SKVÍSU RETREAT
Fimmtudaginn 16. Október 2018 nema að þú ætlir að vera lengur sjúbbýdúa

Við erum alla vegana að springa úr spenningi
kærleiksknúss á þig
cium cium
Ragnhildur og Ósk

Nýlegar færslur
0