Að vera hér og nú eins og ég kalla það:O)

Oft nefnt Mindfulness eða Núvitund

Mindfulness hefur fengið fleiri heiti á íslensku og hafa eins og orðin gjörhygli, árvekni, vakandi athygli og núvitund fest sig í sessi. Mindfulness ,sem ég vil nefna núvitund hér, er orðið þekkt á meðal faghópa og almennings hér á landi og víðar. Núvitund á rætur sínar að rekja til Búddismans, þar sem hugleiðsla hefur verið þekkt í um 2500 ár. Búdda er þekktur fyrir að vera maðurinn í appelsínugulum lituðum klæðum, sitjandi einn á toppi fjalls og hugleiða.

Það var snemma á áttunda áratugnum að tveir skólar settu af stað núvitund sem faggrein. Bandaríski læknirinn Jon Kabat-Zinn, sem starfaði við Háskólann í Massachusetts bætti sálfræði  og vísundum við núvitund og kallast sú nálgun MSBR. Út frá því varð svo til MBCT (kabal-Sinn 1994) (austurlensk fræði)  Samkvæmt Kabat – Sinn snýst núvitund um að veita einhverju athygli á ákveðin hátt, meðvitað, í núlíðandi stundu og án þess að dæma. Hlutum , sem við tökum oftast ekki eftir í daglegu lífi er veitt athygli og við viljum hafa þetta augnablik af reynslu okkar, hvort sem það er slæmt, fallegt eða gott (kabat-Zinn1990; kabat- Zinn 1994). Markmiðið með meðvitaðri athygli sem þessari er að tengja saman við skynjun eins og lykt, bragð, heyrn, finna , skilning, hugsanir og tilfinningar og vera vakandi fyrir því sem við tökum eftir(Tusaie og Edds, 2009).

Í núvitundar þjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að  núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar“hér og nú“ láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er( í bókinni Finding peace in a frantic world  Mark Williams , Danny penman).

Núvitundin byggist á innri hæfni einstaklingsins til að slaka á og veita athygli en einnig á vitund hans og innsæi. Núvitund er leið til að kafa djúpt inn í eigið sjálf og er í raun eitt og sér öflugt tæki (e. vehicle) til þess að öðlast sjálfskilning og heilun (e. healing) (Kabat-Zinn, 1990). Schmidt (2004) telur núvitund vera eina mikilvægustu leiðina til að öðlast færni til að tengjast við innra sjálf og þróa samúð með tilfinningum annarra.

„Know thyself“ sagði Sókrates á sínum tíma og nú hafa vestræn vísindi komist að sömu niðurstöðu, um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig.  Með Mindfulness aukum við meðvitund okkar og gerum merkilegar uppgötvanir um okkur sjálf – hugarfar okkar, upplifanir, líðan og hegðun. Við munum skilja eðli og hegðun hugsana okkar og þar með ná betri einbeitingu og athygli. (Zin-Kabat,Jon. 2013)

 Það að leggja dóm á og flokka upplifanir á það til að vera ráðandi í huga mannsins og veldur því að erfiðara reynist að finna frið hið innra. Mikilvægt er að koma auga á þennan ósjálfráða dóm til að greina sína eigin fordóma og ótta og frelsast frá stjórn þeirra (Kabat-Zinn, 1990). Með því að leggja ekki dóm á augnablikið er átt við að gefa frá sér væntingar og láta það sem er að gerast, eiga sér stað. Í þessum eiginleika felst að það á ekki að draga ályktun af því sem er að gerast heldur fylgjast með af jafnaðargeði (e. equanimity) með því augnabliki sem er að líða (Tusaie og Edds, 2009; Schmidt, 2004).

Núvitund getur bæði verið einföld og erfið í framkvæmd. Einfaldi hlutinn getur verið að beina athyglinni okkar að líðandi stundu og gefa því gaum hér og nú og erfiðari hlutinn getur verið fyrir flesta að hald athyglinni á einum stað án þess að reika með hugann. Að fylgjast með hvernig hugurinn reikar er að iðka núvitund.(Ian Morris 2012) s 199

Dæmi um fyrirtæki sem hafa innleitt núvitund á vinnustaði eru Google Appel IMP Deutsche Bank Toyota Nike og KPMG

„Þú getur ekki 

stöðvað öldurnar 

en þú getur lært að 

sigla með þeim“

Jon Kabat-Zinn

  Rannsóknir…..

 Rannsóknir hafa sýnt að reglulegar núvitundar æfingar hafa jákvæð áhrif á hugsanamynstur, sem valda daglegri streitu, kvíða, þunglyndi og draga úr neikvæðum áhrifum þessarra hugsanamynstra. Minni eflist, andlegt og líkamlegt þol eykst og viðbragðstími verður hraðari. 

Núvitund

 

„Núvitund snýst um að skapa okkur svigrúm til að stíga til baka og kanna hver við erum utan við hraða og umstang daglegs lífs“ (Ian, Morris,2012)

Gott dæmi um núvitund er eftirfarandi:
„Ef þú þarft að bregðast við, þarft til dæmis að klóra þér eða standa upp, haltu þá núvitund á þrennu: ætlun, hreyfingu og tilfinningu. Mundu að markmiðið með þessari æfingu er ekki að sitja kyrr; markmiðið er núvitund.“ Chade – Menga Tan ( 2014)

Fjölmargar æfingar eru notaðar til að þjálfa núvitund. Hér eru dæmi um þrjár slíkar æfingar:
Líkams- og öndunarhugleiðslan: Viðkomandi beinir athyglinni að líkama og öndun við hverja innöndun og hverri útöndun á meðan hún varir.

Hreyfihugleiðsla: Viðkomandi beinir athyglinni að önduninni og teygjuæfingum um leið. Hann tekur eftir því hvað gerist í líkamanum þegar hann bæði andar að og frá, um leið og hann teygir líkamann á ákveðinn hátt.

Þriggja þrepa andrými: Viðkomandi byrjar fyrst á því að skoða hvaða hugsanir fara í gegnum hugann og hvaða tilfinningum hann finnur fyrir. Síðan beinir hann athyglinni að önduninni og hvernig líkaminn hreyfist í takt við hana. Í þriðja lagi beinir viðkomandi athyglinni út á við og færir hana yfir allan líkamann, líkamsstöðuna, andlitssvipinn og fylgist vel með önduninni færast inn og út um allan líkamann. Þannig hjálpar hann sér „að kanna þessa tilfinningu með vinsemd frekar en að reyna að breyta henni á nokkurn hátt“ (Anna dóra frostad..velkomin í núið
Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum núvitundarþjálfunar sem sýna árangur hennar. Samkvæmt leiðbeiningum bresku heilbrigðisstofnunarinnar er núvitundarþjálfun jafn árangursrík og lyfjameðferð við klínísku þunglyndi (Nice Guidelines for Management of Depression, 2004,2009). Tilfinningagreind eykst við núvitundarþjálfun (Brown,Kirk Warren &Ryan, Richard,M. 2003). Núvitund getur líka haft mikil áhrif á líkamlega vellíðan s.s. með því að styrkja ónæmiskerfið (Davidson,R.J.,Kaabat-Zinn,J. Schumacher,J.,Rosenkranz,M.,Muller,D. ,Santorelli,S.F.,Urbanowski,F.,Harrington,A.,Bonus,K.&Sheridan,J.F. 2003), hjarta- og æðakerfið (Kaba-Zinn,J.,Lipworth,L.,Burncy, R.&Sellers,W.1986) og draga úr verkjum (Seidan,F.,Martucci,K.T.,Kraft, R.A.,Gordon,N.S., McHaffie,J.G. &Coghill,R.C. 2011) og auka lífsgæði fólks með langvinna sjúkdóma (Grossman,P.,Tiefenthaler-Gilmer,U.,Rysz,A.&Kesper,U. 2007). Rannsóknir sýna einnig að fólk með kvíða, streitu, ofþreytu og pirring hefur gott af núvitundarþjálfun, sem líklega má rekja til þess að slík þjálfun hefur jákvæð áhrif á heilstarfsemi okkar og dregur m.a. úr virkni á heilasvæðum sem framleiða streituhormón (Tang,Y.,Ma, Y., Wang,J.,Fan Y., Feg,S., Lu,Q.,Q.,Sui, D.,Rothbart, M.&Posner,M. 2007). Einnig er athyglisvert að skoða niðurstöður rannsókna á ákveðna hópa eins og t.d. afreksíþróttafólk. Þar sýna rannsóknir m.a. að svokallað flæði íþróttamanna eykst/batnar við núvitundarþjálfun samanborið við þá sem ekki fengu slíka þjálfun. Þetta aukna flæði getur bætt getu íþróttamannsins í keppni (The effect of mindfulness trainng on athletes“ flow: An initial investigation ljósritið). Svona mætti lengi halda áfram en það er greinilegt af rannsóknum að margar þeirra sýna ótvíræða kosti núvitundar í því að ná fólki út úr stressi daglegs amsturs og njóta stundarinnar með öllum þeim jákvæðu áhrifum sem því fylgja.

Nýlegar færslur
0