Hugarfarið hefur mikil áhrif

Hugarfar er viðhorf og trú á sjálfan sig og undirstöðueiginleika sína.

Heimsþekktur sálfræðingur Carol Dweck rannsakaði einfaldar hugmyndir um árangur og velgengni og setti fram kenningu um festu- og gróskuhugarfar. Einstaklingur með festuhugarfar trúir að einkennni sín séu gjöf og hæfileikar sem ekki eru breytanlegir (meitlaðir í stein), að allir hæfileikar séu nýttir og að þeir þurfi að sanna sig fyrir öðrum og sjálfum sér. Hins vegar munu einstaklingar með gróskuhugarfar sjá tækifæri á að þróa hæfileika sína og þeir eru ánægðir með að vera hæfileikaríkir, hugsa verkefni sem upphaf og vita að það þarf ástríðu og vilja til að ná árangri. (Dweck, 2006).

Hugarfar og styrkleika er því hægt að byggja upp með stöðugri þjálfun.

Lýsing á festuhugarfari:

Þeir sem eru með festuhugafar setja sér frekar árangurstengd markmið.

Þeir trúa því að hægt sé að mæla möguleika okkar. Þeir stefna að því að fá viðurkenningu frá öðrum.

Þeir upplifa að það að fá lága einkunn þýði að þau séu ekki klár.

Bæði velgengni og mistök valda þeim KVÍÐA

Viðbrögð eru hjálparleysi.

Þegar fólk með festuhugarfar stendur frammi fyrir mistökum eða áskorunum :

Þá tekur það ekki eftir lærdómsupplýsingum.

Verður frekar þunglynt, orkulaust og sjálfstraustið minnkar.

Það gerir lítið úr greind sinni, það hugsar: „ég er vitlaus“

Gerir lítið úr fyrri árangri en gerir mikið úr mistökum, svartsýni.

Það finnur skýringar fyrir mistökum í eiginleikum sínum.

Lýsing á  gróskuhugarfari:

Þeir sem eru með gróskuhugarfar setja sér frekar lærdóms markmið.

Markmiðið er að ná tökum á leikni og hæfni.

Einkunnir og endurgjöf endurspegla hvað fólk er að gera núna en mæla ekki möguleika

Lærdómsmarkmið eru líklegri til að auka getu og ánægju og draga úr neikvæðum tilfinningum.

Viðbrögð eru að ná tökum:

Að taka eftir upplýsingum sem hægt er að læra af,sem leiðir til betri árangurs í framtíðinni.

Einblína á hvað þeir eru að læra frekar en hvernig þeim líður.

Reyna nýjar leiðir við að leysa verkefnin.

 

Hvetja sig áfram með fullyrðingum eins og „ því erfiðara sem þetta verður því meira legg ég á mig.

Þegar þeir standa frammi fyrir þraut sem er ómögulegt að leysa kenna þeir ekki greind sinni um heldur skýra það frekar á þann hátt að prófið eða verkefni hafi verið of erfitt í það skiptið.

Grósku hugarfar

  • Tengist skapandi hugsun
  • Hjálpar fólki að halda áhuga og ná árangri
  • Það er hægt að þróa með sér grósku-hugarfar
  • Við getum hlúð að grósku-hugarfari hjá öðrum með því að gefa þeim rétta endurgjöf “feedback”
  • Finna má lifandi dæmi um grósku-hugarfar hjá mörgum frægum einstaklingum sem hafa náð miklum árangri

 

Fleiri dæmi:

….Einstein: Kennarar hans sögðu að hann væri undir meðallagi greindur.

….Michael Jordan: Einn af þjálfurum hans sagði að hann væri ekki hæfileikaríkari en annað fólk.

…..Walt Disney: Hann var sagður skorta ímyndunarafl.

 

Ert þú með festu- eða gróskuhugarfar ?

Nýlegar færslur
0